Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Page 15
NÝJAR KVÖLDVÓKUR.
93
annað. Lögreglan kom til sögunnar og fylgdi
þar á eftir hinn mesti gauragangur, málarekstur
og fangelsi. En þegar föðurbróðirinn fjekk fulla
vissu fyrir því, að hinn rjetti bróðursonur væri
dáinn, varð hann svo glaður við, að hann ljet
allan frekari málarekstnr niður falla, svo að
ekkert varð úr öllu saman; þvert á móti gerði
hann alt, er í hans valdi stóð til þess, að þagga
niður alt um þetta. Slapp svo hinn ungi svik-
ari án frekari óþæginda.
»Jeg hafði tvo hringi á fingrunum og eitt
gullúr í vasanum, sem jeg átti sjálfur með öll-
um rjetti,« sagði herra Chucks loks, »þegar jeg
var aftur sendur til Plymonth í skiprúm á
ljettisnekkju einni, og þessa gripi geymdi jeg
eins og sjáaldur auga míns. Ennfremur átti jeg
þrjú eða fjögur sterlingspund í buddunni. Pessu
næst rjeðist jeg á freigátu eina. Par kom jeg
munutn mínum í peninga og fyrir þá keypti
jeg mjer klæðnað, því jeg gat nú ekki Iengur
unað því, að ganga eins og ræfill til fata. Jeg
var settur til starfa við aftursigluna og enginn
var þar, sem hafði minstu vitneskju um, að
jeg hefði verið lávarður.*
»Mikinn mismun hafið þjer hlotið að finna
á högum yðar, þar sern áður vorum þjer lá-
varður, en nú óbreyttur háseti.«
»Já, að vfsu, herra Simple, en þó var jeg
mikið ánægðari í hásetastöðunni. Reyndar átti
jeg bágt með að gleyma aðalsmeyjunum, dýr-
legu miðdagsveislunum, tónleikunum og yfir
höfuð allri Lundúnadýrðinni, að jeg ekki nefni
lotningu þá, er menn báru fyrir titli mínum,
og oft henti það mig, að andvarpa, er jeg
hugsaði um þessa horfnu sæludaga. En svo
flaug mjer í hug lögreglustappið, Bowstreet
(þ. e. rammgert fangels) og fleira, er laut að
lokaþættinum í lávarðartign minni, og þá hrylti
mig við öllu saman.
En þrátt fyrir alt, hafði þetta þó góð áhrif
á mig. Jeg einsetti mjer að gera alt er í mínu
valdi stæði til þess að verða íoringi í sjóhern-
um. Jeg lærði furðu fijótt að inna öll mín
skyldustörf sómasamlega af hendi, og braust
svona áfram, uns jeg var gerður að varabátstjóra
og nú er j -g orðinn bábtjór', og jeg er þeirri
stöðu vaxinn, heira Simple! Mjer hefir hefnst
fyrir mína heimsku. Jeg hefi oft verið að brjóta
heilann um stöðu mína og köllun í lífinu, en
aldrei getað að því gert, að niðurstaðan hefir
jafnan orðið sú, að upphefð og tignarstaða er
það, sem jeg þrái mest, og sem höfðingi vildi
jeg helst altaf geta lifað. En það skyldi eng-
inu jará, sem ekki er hægt að fá!<
XIV.
Strandhögg. Sjávarháski.
Nokkrum dögum eftir samtal mitt við bát-
stjórann, var freigátunni haldið inn að Frakk-
landsströndum. Er við vorum 4 mílur frá
ströndinni, sáum við tvö skip uppundir landi.
Við settum upp öll segl til að reyna að ná
þeim; er þau ætluðu að beita fyrir sandrif eitt,
komumst við í veg fyrir þau. En er þau sáu,
að þau voru í hers höndum, hleyptu þau á
land í vík einni í nánd við dálítið strandvirki
með tveim fallbyssum. Hófu virkismenn þegar
skothríð á oss. Jeg varð smeikur við, er fyrsta
kúlan þaut hvínandi milli siglanna. En þar eð
bæði foringjar og hásetar hlógu að þessu, leist
mjer ráðlegast að gera hið sama, þótt mjer,
satt að segja, væri ekki hlátur í hug. Kapt-
einninn ljet kalla stjórnborðsvökuna upp t'l
starfa og bauð henni að útbúa bátana. Lögð-
umst við svo fyrir akkeri um mílu vegar frá
virkinu og hófum á það skothríð. Voru nú
mannaðir 4 bátar og búnir til áhlaups á virkið.
Jeg brann í skinninu að fá að vera með, og
O’Brian, sem var foringi á 1. bátnum, leyfði
mjer að fara með sjer, með þeim skilmála þó,
að jeg skriði undir framþófturnar og feldi mig
meðan bátarnir væru að leggja frá, svo að
kapteinninn sæi mig ekki. Petta hepnaðist og
var ekki eftir mjer tekið. Bátunuin var haldið
sem þjettast saman og krppróið til lands. Vor-
um við ekki fúllar 10 minútur á leiðinni upp-
undir virkið, þar sem við lentum og stukkum
í land. Meðan við vorum að lenda, hleyptu