Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Blaðsíða 18
96
NÝJAR KVÖLDVÓKUR.
frá nesoddanum og vorttm við farnir að verða
vongóðir um að s'eppa framhjá honum. En
þá lóku segiin a!t í einu að slást með feikna
skellum, því þau voru eins og gefur að skilja
rennblaut, og okkur hrakti enn tvö stryk.
Foringjar og skipverjar allir stóðu nú agn-
dofa af ske'.fingu, þvi nú horfði bugspjótið
beint inn í brimgarðinn við ströndina.
(Framh ).
K v æ ð i.
Sólrúnir.
Frá vöggu til grafar er lífsfarans leið
Ieikur við bjarma og skugga.
En oft er þó sólrún í sárustu neyð
og sólskin á kotungsins glugga.
Til hádegis vakir vöggunnar þrá,
svo viðkvæm og heit eins og brosin,
sem leika sjer kærleikans kossvörum á.
— Undir kvöld er hún stirðnuð og frosin.
Ganga mun jeg grýttann stig
með gömul sár í barmi,
þar til vefur moldin mig
mjúkum vinararmi.
Oft hefir verið þungt að þjást
og þráfalt kalt í vetur.
Með hjartað fult af æsku og ást,
sem ekkert svalað getur.
Ef enga iengur ætti jeg þrá
og ekkert ljóð að segja,
gjarnan vildi jeg gleymdur þá
í Grímsey fá að deyja.
Þó jeg oft með ljetta Iund
á leikjum hafi mætur,
mjer hefir verið meinað um blund
margar dimmar nætur.
Þá er það að þessi Ijóð
þunglyndisins fæðast.
Um dimma nótt í dapran óð
dánar vonir klæðast.
En þýða má kaldasta klaka
og hver sem vill líta til baka
sjer sólrún í sjerhverjum skugga.
Leiftur frá liðnum árum
eru lækning við dýpstu sárum.
Hvert einasta hjarta má hugga.
Andvöku-stökur.
Nakinn stend á neyðarhól
í napri lífsgolunni.
Ilt er hvergi að eiga skjól
í allri veröldinni.
En það mig ávalt uppi ber
eftir næturþjaikið.
Jeg næsta morgun oftast er
aftur til í slarkið.
Staka.
Yfir hæð og daladrög
dimmir hræðilega.
Raula jeg kvæða raunalög
rökkrið færir trega.
S. S.