Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Blaðsíða 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 181 innanum synd og dauða, til þess að gefa mönnunum kost hins eilífa lífs. Hugsið ykkur hann sem Ijós og sói mannanna, sem með fæðingu sinni hefir áorkað því, að mennirnir þurfa ekki lengur að ganga í myrkii, heldur eiga Ijós hans að ganga við. Ef við reynum þannig sjálf í einlægni hjartans, að kafa það djúp kærleiks og náð- ar, sem jólln eru, þá ná þau tilgangi sínum meðal okkar, að verða friðar- og fagnaðar- gjafi lífsins, — eilífur morgun í myrkrum jarðar. Amen. NOKKUR ORÐ UM JÓLASIÐI í SVÍÞJÓÐ. EFTIR ESTRID FALBERG-BREKKAN. Það er að líkindum engin þjóð, sem hefir jafn »!öng jól« og vér Svíar. Reyndar ná jólin og páskarni'r ekki saman eins og börnin syngja í jólavísunni: »Nú er hér jól á ný, og nú er hér jól á ný, og jólahelgin nær til páska!« í mestum hluta landsins byrjar fólk þó að »halda jól« á Lúzíumessu, þ. 13. des- ember, og kallast það »litlu jólin« — og síðasta dag jóla telja menn ekki þrettánd- ann, þótt hann sé stórhátíð, en 20. dag jóla, eða 12. jan,, sem hjá oss kallast »Knútsdagur«. Lúzíumessa var »ljósamessa« í kaþólskum sið, og þrátt fyrir að fólk yFirleitt nú fyrir langa löngu er búið að gleyma hinum gamla sið, er þó altaf talsvert um dýrðir þennan dag, og á flestum heimilum er hann haldinn hátíðlegur á einhvern hátt. Kl. 3 að morgni er æskulýðurinn þegar á fótum og úti á götum og stígum með glaum og gleði. Eru það >Lúzíur« og »bakarar«, sem eru á leið til vjna og skyldmenna til þess að vekja upp og færa þeim kaffi og kökur í rúmið. Bráðlega vakna þeir, sem inni eru, við að barið er að dyrum, eða dyrabjöllunni hringt — sumir hafa líka fyrir sið, að læsa ekki dyrum sínum þessa nótt — annars fer ein- hver skjálfandi upp úr rúminu og fram í vetrarkuldann til þess að ljúka upp, stund- um hefir sá hinn sami gleymt, hvaða dag- ur það er og er þá heldur úrillur. En fýlu- svipurinn breytist á augabragði í ánægju- bros, þegar hann sér hverjir gestirnir eru og »Lúzíu« sjálfa í skínandi hvítum klæð- um með kórónu á höfði alsetta logandi kertaljósum og með glitrandi stjörnu á miðju enninu. Fylgdarlið »Lúzíu«, »bakar- arnir«, eru einnig í hvítum klæðum, með rauðmálaðar kinnar og kolsvört yfirskegg. »Lúzía« hefir rjúkandi kaffikönnu og boila- pör meðferðis, en »bakararnir« bera fram »Lúzíuköttinn« á bakka. — »Kötturinn« er þó ekki annað en fínt og gott hveitibrauð, alsett rúsínum og möndlum bæði innan og utan. Finst oss Svíum að það líkjast

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.