Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Blaðsíða 4
178 NYJAR KVÖLDVÖKUR Og vordraumar vakna í sál, þótt vakir þrengist á álum. — Oss hlýnar í brjósti í œsku og elli við ylinn frá jólabálum. Við huggumst því heims um ból helg eru jól og hrœrumst við barnanna bœnasöng, borinn til drottins af óspiltum sálum. Nú gista oss gleðileg jðl, en — gleymum því ekki að vanda, að hjarta mannsins er hásœtið besta, og hátíðin sönnust í anda. Hefjum í hásœtið fyrst hinti heilaga Krist, svo afmœlisbarnið sje ei meðal gesta, sem utan við dyrnar í myrkrunum standa. Jóhann Frimann. JÓLAHUGLEIÐING. EFTIR SÍRA FRIÐRIK RAFNAR. Lúkas 2, 1—14. Sjá niorgunstjarnan blikar blíð, sem boðar náð og frelsi lýð og sannleiks birtu breiðir. — Sálmab. 62, 1. Svo er sagf, og mun satt vera, að aldrei er eins dimt eins og rétt undir dagsbrún- ina, að nóttin sé'dimmust síðustu augna- blikin áður en aftur fer að elda. Þá er eins og myrkrið taki á öllu,‘sem það á til, og hertýgist af öllu’afli gegn áhrifum og mætti ljóssins. En ' þegar . aftur eldar af degi og roðnar á austurbrún himins af líf- gjafanum mikla og Ijósvaka heimsins, sól- inni, er eins og myrkrið snögglega missi mátt og getu, skuggarnir dreifast, nætur- húmið eins og leysist í sundur, og áður en varir, eru mögn næturinnar rekin á flótta og horfin lyrir geislaflóði morgunsólarinn- ar. Sá sem ferðast hefir að.næturlagi og lifað þá stund að sjá sólina og Ijósið bros- hýrt og blessað verma aftur og glæða jörð- ina, vekja af næturdvalanum jurtir og dýr, og sér jurtirnar brosandi teigja krónur sínar móti Ijósinu og lífinu og heyrir fugla loftsins og dýr merkurinnar syngja skapar- anum fagnandi lofgerð og dýrð, hann gleymir trauðlega þeirri stund. Því engin stund sólarhringsins er eins þrungin dýrð og himneskri fegurð eins og morguninn, dagrenningin, upprisa og endurvakning alls lifandi á jörðu tii starfa og lífs, þetta dýr- lega sigurtákn lífsins, ljóssins og kær- leikans. Það sem við minnumst með jólunum, er ein slík morgunstund, þegar eldaði í aust- urátt á himni mannkynsins og ljósið mikla> frelsarinn Jesús Kristur var fæddur í þenn- an heim. Með fæðingu hans hefst ný dag- renning meðal manna; myrkur fávizku og syndar, eymdar og siðleysis er á flótta rek- ið, Ijósið úr austrinu boðaði hirðunum við Betlehem dag frelsis og friðar, sáttar og syndleysis. Jólafrásaga Lúkasar, þessi dásamlega ein- falda frásögn, sem inniheldur í einum 14 versum tæmandi frásögu um hinn stórfeld- asta og áhrifaríkasta viðburð, sem orðið

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.