Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Blaðsíða 12
186 NÝJAR KVÖLDVÖKUR af munni ábótans verður: Burt með þig, Ietinginn þinn! En við því verður eigi gert, og eg er skyldugur til að mæta. — En hverju get eg svarað?* Þegar hann kom fyrir ábótann, féll hann honum skjálfandi til fóta og umfaðmaði kné hans, grét og sagði: »Ef þér ætlið að reka mig á braut, þá segið mér það. Eg skal hlýða boði yðar í öllu. Eg skil það vel, að eg er óverðugur þess að vera kyr hjá yður, og eg verð nú aftur að hrekjast út í veröldina.« Hann spenti greipar og bjóst til að kveðja fyrir fult og alt, en í sama bili laut ábótinn niður að honum, faðmaði hann að sér og lyfti honum upp. »Nei, ræð eigi uin að skilja við mig. Ouð gefi okkur einnig Ieyfi til að vera saman í öðru lífi, og hann gefi oss hinum einnig hlut í þeirri náð og miskun, sem þér hefir fallið í skaut. Eg bið þig um vináttu þína, og þegar þú leggur hendur þínar saman og ákaliar Drottinn, mundu þá eftir einnig að biðja hann um að miskuna mér!« Þegar ábótinn hafði þetta mælt, varð leikarinn máttvana í örmum hans, og áður en varði tók hann andvörpin og var liðið lík. Gleðin hafði orðið of sterk fyrir hann. — En hinir fannhvítu englar Drottins svifu niður, tóku sál hans og báru hana inn í Guðs eilífa frið í hásölum himnanna. BÓKMENTIR. RÆÐA TIL MINNINGAR UM MATTHÍAS JOCHUMSSON HALDIN A SAMKOMU U. M. F. AKUREYRAR 11. NÓV 1928. Heiðruðu áheyrendur! Það getur hugsast, að skoðanir mánna yrðu skiftar um, hverjir af beztu skáldum vorum gætu kallast þjóðskáld, ef í mann- jöfnuð væri farið. En sá er einn, sem enga, þá er vit hafa á, getur greint á um að eigi nafnið þ j ó ð s k á 1 d skilið, og það er Matlhías Jochumsson — því að, þegar á alt er litið, er ef til vill ekkert skáld íslenzkt, sem betur hefir verið fall- ið til að tala fyrir munn sinnar jojóðar. Kveðskapur hans hefir, ef svo mætti að orði kveða, svo mörg stig og stigbreyting- ar — alt frá hinum hæstu tónum til hinna Iægstu — frá tindunum niður í dalina, að það víðfeðmi, þá tilbreytingu á söngskalan- um hefir ef til vill ekkert annað íslenzkt skáld haft. — Það er eins og hann hafi safnað öllu í sér, faðmað alt að sér og gefið það frá sér aftur í Ijóðum, sem eru einhver hin fjölbreyttustu að efni og rími. Þar eru eldheit trúarljóð og sálmar, kvæði sögulegs efnis, minni — tækifærisljóð og margþætt »Iyrik«— alt að hinum gletnislegu og alþýðlegu gamanvísum. Og þó — þrátt fyrir alþýðleikann — sýna Ijóð Maíthíasar, að hann hefir verið einn meðal þeirra manna, sem hafa meðfæddan fínleika.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.