Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Blaðsíða 14
188
NYJAR KVÖLDVÖKUR
þriðja lagi, er hann þá enn í sárum eftir
þá sorg, sem óefað hefir verið einna þyngst
að bera af öllum raunum lífs hans.
Petta vona eg að verði áheyrendum ljóst
við stuttlega að athuga líf Matthíasar ein-
mitt á þessum tíma, þegar hann orti þjóð-
sönginn.
Hann hafði frá byrjun prestskapar síns
haft aðrar og frjáislegri skoðanir í trúmál-
um, en eiginlega gat samrýmst kenningum
þjóðkirkjunnar, og það er auðheyrt á öllu,
sem hann hefir ritað um þetta tímabil lífs
síns, að það hefir þyngt samvizku hans
mikið. — Nú hafði sorg bæzt á, er hann
fremur sviplega misti konu sína, sem hann
unni mikið — var það annar konu-missir
hans. Honum finst þar að auki, að þjóð-
málum íslendinga stefni til öfga og öng-
þveitis, eins og hann einnig mjög átakan-
Iega lýsir því í næsta kafla sögu sinnar,
þar sem hann minnist á þjóðfundinn 1873,
er fyrir honum endaði með því, að hann
hljóp út í hraun og grét. Að því, er honum
fanst, hefir gauragangurinn keyrt úr öllu
hófi, — og sjálfsagt hefir nokkuð langt ver-
ið farið, þegar Jón Sigurðsson þver-
neitaði að koma nærri málunum, og getum
vér nokkuð ráðið í, að einnig honum muni
ef til vill hafa verið sárt og klökkvi innan
rifja við það tækifæri ekki síður en
Matthíasi.
Eftir andlát konu sinnar 1871 fer skáldið
úr landi — finst_hann vera andlega lamað-
ur og hugsar. sér jafnvel að koma aldrei
heim aftur.
En nú mættu honum'þau sterkustu áhrif
og þau, sem að líkindum hafa fengið hina
mest afgerandi þýðingu fyrir hann sem skáld,
og sem vér þessvegna einnig verðum að
telja meðal merkis-atburða í íslenzkri bók-
mentasögu — en það var að kynnast
G r u n d t v i g gamla og hlýða á Georg
B r a n d e s í Kaupmannahöfn og kynnast
Björnstjerne Björnson í Nor-
egi. Par fyrir utan mættu honum í hvívetna
ýms merki persónulegrar velvildar og vin-
áttu, hvar sem hann kom meðal frænd-
þjóðanna, og efalaust var það þetta síðasta
fremur nokkru öðru, sem myndaði samúð
hans og kærleika til þessara þjóða, eins
og glögt kemur fram í Ijóðum hans, og
fékk hann til að aðhyllast »Skandinavisku«
stefnuna.
Grundtvig var, þegar hér var komið sög-
unni, fjörgamall, grár og mosavaxinn fyrir
elli sakir, tödd hans var sem haugbúa, svo
dimm og hljómlaus var hún orðin. En hugs-
anir hans voru ungar oggengu nú einmitt
sigurgöngu sína meðal þjóðarinnar, já, vöktu
og glæddu andlegt líf meðal frændþjóðanna
— Svía og Norðmanna — líka. Matthías
kyntist þessum hugsunum ekki svo lítið,
þegar hann fyrir tilstilli Jóns Sigurðs-
sonar ferðaðist um Danmörku til þess
að kynna sér eðli og störf skóla þeirra, er
kendir hafi verið við nafn Grundtvigs. —
Þetta innilega, tilfinningaríka, þjóðlega, sem
hér mætti honum, hefir hrifið hann, jafnvel
þótt hann á hinn bóginn þættist kenna
öfga bæði hjá Gruvdtvig sjálfum og ennþá
meira hjá lærisveinum hans. — En þeir
voru yfirleitt íslands vinir, það fann Matt-
hías og það hafa fleiri lundið, því að
sannleikurinn er sá, að íslendingar bæði
fyr og síðar hafa óvíða átt betri ítök, en í
hjörtum margra danskra Grundtvigsinna —
og þeir voru ennþá »Skandinavar«.
Gegnt þessu öllu, eða mest öllu, stóð
Georg Brandes — sjálfsagt einhver flug-
skarpas i maður Norðurlanda — maður,
sem skapaði sér áhrif, er áður voru næst-
um því óþekt á andlega sviðinu, en átti
þó þau örlög í vændum, að eldast sem á-
hrifalítill einstæðingur — og deyja — að
vísu heiðraður af allri þjóð sinni — en sem
einskonar forngripur, minni um það, sem
var, en sem gróður lífsins var vaxinn
yfir.
Pað voru þessir menn, sem hér höfðu
áhrif á Matthías, hver á sinn hátt. En, eins