Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Side 6

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Side 6
82 GOTT FÓLK N. Kv. íastblóð í æðum Matthildar, við að sam- einast hinu iieita, kvikláta farmannablóði Amandusar Móberg. Hvílík gerð og ólga. Hún braut niður og flæddi yfir alla þá varnarmúra siðferðis og hófsemi, er við- hald Stóruhlíðarættarinnar Iiafði ávallt tak- markast við. Hún hreinlega þvoði burt hvert einasta ættareinkenni Stóruhlíðarfólksins, svo sem þéttholda vaxtarlagið, bláleita vangaroðann og stóra söðulbakaða ættarnefið, en frekn- óttir rauðhausar skutu upp kollinum ár- lega, stundum tveir í einu, enda kom það upp úr kafinu, að Amandus þessi var kom- inn af einstakri frjósemdarætt í Noregi; tvíburi úr liópi átján systkina. Kynfesta þessa manns var slík, að hún bókstaflega afmáði alla góða eiginleika, sem höfðu verið ríkjandi í Stóruhlíðarættinni í marga ættliði, svo sem stillingu, ráðdeild og skapl'estu, en brestir og lausung föðurætt- arinnar margfölduðust í afkomendunum. Það var síður en svo, að bæjarbúar litu liýru auga þessa uppeldisstöð á pakkhúsloft- inu, því að vitanlega kom það í hlut bæjar- félagsins, að sjá farborða þessari þurfta- freku fjölskyldu og í rauninni var það heimilisfaðirinn, sem var þyngsti ómaginn. Þannig óx og margfaldaðist þessi fjöl- skylda næsta aldarfjórðunginn, en tók nú fyrsta að færast í aukana, þegar annar ætt- liðurinn byrjaði að auka kyn sitt, og þó að neðri hæð þessa rúmgóða pakkhúss væri tekin til íbúðar, lirökk það skannnt, svo Höfðavíkurbúar máttu grípa til þeirra úr- ræða að byggja álmur út frá hliðum þess, og það leið ekki á löngu, áður en þetta gamla virðulega kaupmannapakkhús liafði tekið þeim stakkaskiptum, að það leit út eins og risavaxin margfætla. Það kom í ljós, að það mátti einu gilda við hverja afkomendur Amandusar Móberg blönduðu blóði; kynfesta þeirra var slík, ,að það varð alltaf þeirra útlit, eðli og eigin- leikar, sem nrðu ríkjandi í afkomendunum. Bæjarbúar fundu samheiti fyrir þennan stórkostlega, hvimleiða ættbálk og nefndu liann í einu lagi „Mórana“. Og það mátti nteð sanni segja, að Mór- arnir settu svip á bæinn, og hvar sem þeir fóru, þar var alltaf eitthvað mikið um að vera. Þeir sköpuðu bæjaryfirvöldunum og for- svarsmönnum siðferðis margan flókinn vanda að glíma við og létu rnarga hluti til sín taka. ICæmu fyrir uppþot og ryskingar á skemmtunum, voru það alltaf Mórarnir, sem höfðu staðið fremstir í flokki, þegið eða veitt þyngstu kjaftshöggin og ferlegustu glóðaraugun. Væri einhversstaðar framið innbrot, eða rjálað óráðvendnislega við fiskhjall, hey- stakk, eða móhlaða, mátti telja sjálfsagt, að þar höfðu Mórarnir verið á ferð. Ef einhver bæjarkýrin fannst halabrotin í haganum, eða einliver lausakonan tók óvænt að þykkna undir belti, þá var nokk- urnveginn víst, að þar höfðu Mórarnir verið að verki. í húsi Móranna ríkti erill, þvarg og uppi- stand, alla daga og um nætur var setið þar að sumbli, drabbi og spilamennsku, og þar var dansað og duflað, slegist og hártogað og rifið kambgarn og silki á kostnað bæjarins. Sálusorgarinn, ljósmóðirin og lögreglan voru heimagangar í húsi þessu og höfðu ærin viðfangsefni. Upp úr þessnm svellandi ólgusjó mann- legra ástríðna, reis Matthildur prófastsdótt- ir eins og klettur úr hafinu. Hún gat að vísu ekki lægt liafrótið, fremur en bjarg, sem haföldur skella á, en liún bifaðist hvergi, fremur en slíkt bjarg og með still- ingn og festn braut hún af sér hverja hol- skeflu, sem yfir dundi. Hún reyndi ekki að koma sér undan því að taka á sig fullkom- lega þann hluta, sem henni bar, af hinu umfangsmikla barnauppeldi.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.