Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Síða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Síða 21
N. Kv. NÓTTí FLÓRENZ 97 Hún hugsaði með gleði og eftirvæntingu til miðdegisverðarins. Hún kveið því engu, að sér tækist ekki að sýnast bæði áhyggju- laus og hamingjusöm. Hún hafði gleymt að spyrja Rowley, hvort liann ætlaði að þiggja boðið. Hún vildi gjarnan, að hann kæmi líka. Það mundi veita henni meira öryggi. Nú var hún tilbúin. Hún leit enn einu sinni í spegilinn. Nina brosti til hennar glöð og ánægð. „Signora er fegurri, en nokkru sinni fyiT.“ „Hættu þessum gullhömrum, Nina.“ „Þetta er satt. Signora hefur gott af að sofa vel út. Signora líkist ungri stúlku.“ Atkinsons-hjónin voru miðaldra Amerí- kanar. Þau áttu stórt og glæsilegt sveita- setur, sem áður hafði tilheyrt Mediciene. Þau höfðu varið tuttugu árum og ógrynni fjár í að safna að sér allskonar dýrmætum húsbúnaði, myndastyttum og málverkum, sem gerðu sveitasetur þeirra að einu af undrum Flórenzborgar. Þau voru mjög gestrisin og héldu oft dýrar veizlur. Flestir gestirnir voru mættir, þegar Mary var leidd inn í viðliafnarsalinn, þar sem skápar frá endurreisnartímabilinu skört- uðu, ásamt myndum af hinum heilögu jómfrúm, eftir Desiderio da Settignano og Sansot'ino, og fræguni málverkum eftir Perugino og Filippino Lippi. Tveir veizlu- búnir þjónar gengu milli gestanna og buðu cocktail og smurt brauð. Konurnar vöktu óskipta athygli, klæddar léttum sumarkjól- um, eftir nýjustu Parísartízku. Karlmenn- U'nir voru í ljósum fötum og virtust una ■Scr hið bezta í samkvæminu. Hinir stóru gluggar, sem vissu út að vel hirtum garði, voru opnir. Þótt dagurinn væri heitur, var emhver mildur, hressandi svali í loftinu. -Allir virtust áhyggjulausir, allir virtust sbemmta sér prýðilega. Slíka stund sem þessa var gott að lifa. Þegar Mary kom inn í salinn, varð hún djótlega vör hins létta andrúmslofts, er ríkti þar. En þessi sorglausa gleði augna- liliksins varð þó til að vekja henni stundar- sársauka. Á þessari stundu lá veslings pilt- urinn undir berum himni með kúlu í hjartastað. . . . En rétt í þessu kom hún auga á Rowley skammt frá. Hann leit til hennar, og nú mundi hún hvað hann hafði sagt. Hann gekk til hennar hægum skrefum, þar sem hún var að tala við gestgjafann, Harold Atkinson, myndarlegan, gráhærðan mann. Atkinson var talinn all kvennakær, og skemmti sér nú við að daðra við Mary á sinn sérstaka, föðurlega hátt. Þegar Rotvley kom til þeirra, sneri Atkinson sér að honum. „Eg var einmitt að segja frú Panton, að hún jafnaðist á við hin fegurstu málverk.“ „Þú eyðir tíma þínum til ónýtis, gamli vinur,“ svaraði Rowley brosandi. „Þú gætir eins vel reynt að koma þér í mjúkinn hjá frelsisstyttunni." „Ó, jájá, hún liefur þá ekki viljað þýðast þig, skilst mér.“ „Köld eins og marmari.“ „Ekki get eg um það borið.“ „Ástæðan er einfaldlega sú, herra Atkin- son,“ sagði Mary brosandi, „að eg hef enga samúð með ungum piltum, hvað ástinni við kemur. Að mínum dómi er það ekki ómaksins vert, að ræða við karlmann þau mál, fyrr en hann er orðinn fimmtugur." „Við þurfum að hittast síðar og ræða þetta nánar,“ sagði Atkinson. „Eg hygg, að með okkur sé margt sameiginlegt." Hann yfirgaf þau, til að heilsa gesti, er bar að í þessari andrá. „Þú ert undraverð," sagði Rowley lágum rómi. Þótt undrun hans og aðdáun væri Mary mikil huggun og uppörfun, þá gat hún ekki varizt því að líta til lians hálf óttaslegin. „Gættu þín bara vel,“ sagði hann áfram. „Hugsaðu þér, að þú sért á leiksviði. Það má ekkert bera út af.“ „En eg hef mai'goft sagt þér, að eg hef

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.