Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Qupperneq 27
N. Kv.
EYRNALOKKURINN
103
burt þegar lýsti aí degi, en það var varla
hugsanlegt, að hann teldi ástæðu til þess
um hánótt. Ef eg liefði liaft í hyggju að
senda á hann lögregluna, þá hefði eg vissu-
lega gert það áður en viðskipti okkar fóru
fram, ekki á eftir. Hann svaf sennilega, og
það virtist þurfa rneira en lítið kröftuga
hringingu til að vekja hann.
Eg sló á kvíslina og reyndi aftur. Jafn
árangurslaust. Númerið var áreiðanlega
rétt. Það var sama númerið, sem eg hafði
liringt í, þegar eg tilkynnti honum, að eg
hefði látið undan. Eg hristi heyrnartækið,
og gældi við það, eg grátbað það, en allt
kom fyrir ekki. Og að síðustu varð eg að
gefast upp. Eg gat ekki setið hér við tækið
alla nóttina. Eg var að verða brjáluð.
Eg varð að ná í eyrnalokkinn, þótt eg
yrði að vinna það til að sækja hann heim
til hans aðeins örskamma stund eftir, að eg
hafði sloppið frá honum. Og vissulega var
enginn sá staður undir sólinni, sem eg vildi
ekki fremur heimsækja en þennan, — jafn-
vel ljónagryfjur, kyrkislönguhella og heim-
kynni holdsveikra.
Eg tók skammbyssuna með mér, einnig í
þessa ferð. Raunar bjóst eg ekki við, að slíkt
barnaleikfang mundi skelfa Carpenter. En
mér fannst eg ekki vera eins varnarlaus. Eg
opnaði dyrnar og læddist í gegnum skál-
ann. Ef mér tækist aðeins að komast burt
úr liúsinu án þess að rekast á Jimmy, þá
gat hann ekkert grunað, þegar eg kæmi
heim aftur. Hann gat auðveldlega haldið,
að eg hefði verið í næturklúbbnum með
Perry allan tímann.
Ljósið undan þröskuldinum var horfið.
Hann gat verið búinn með skattaframtalið
°g hafði ef til vill gengið tit til að viðra sig
eftir seturnar. Það væri ágætt, ef eg hlypi
þá ekki í fangið á honurn utan við dyrnar.
Hjólkurflaskan með rniðann í stútnum var
kyrr á sama stað. Það var eins og hún stæði
á verði.
Það tókst. Mig sárlangaði til að spyrja
lyftusveininn, hvort maðurinn minn hefði
gengið út nýlega, en eg þvingaði mig til að
þegja. Það hefði verið alltof áberandi.
Eg sagði bifreiðastjóranum húsnúmerið
og hné síðan aftur á bak í sætið. Mér hafði
létt í bili. Það var sannarlega ekki lítið
leggjandi í sölurnar, til að varðveita tiltrú
annars manns.
Þegar bifreiðin nam staðar fyrir framan
skuggalegt húsið — því hálfu skuggalegra
var það nú, en klukkustund áður — bað eg
bifriðastjórann að bíða eftir mér. Eg gaut
augunum flóttalega upp eftir húshliðinni
og sá að Ijós var í aðeins einum glugga —
hans. Hann var þá heima og hlaut að vera
vakandi. Hann gat liafa verið úti, þegar eg
hringdi.
Eg sagði við ökumanninn:
„Hafið þér klukku á yður?“
Jú, ])að liafði hann að sjálfsögðu.
„Viljið þér gera mér greiða? Hringið
hérna á dyrnar, ef eg verð ekki komin aftur
eftir tíu mínútur. Það er bjallan lijá skyld-
inum, sem Carpenter stendur á.“ Eg brosti
mínu blíðasta brosi. „Það er bara til að
minna mig á. Eg má ekki stanza lengi, en
því miður hættir mér við að gleyma tíman-
um, þegar eg fer að rabba við kunningj-
ana.“
„Allt , lagi, frú. Tíu mínútur."
Eg gekk inn. Útidyrnar hefðu að réttu
■lagi átt að vera læstar með smekklás, en ein-
hver hlaut að hafa gleymt að læsa þeim, svo
að eg þurfti ekkert að bíða. Húsið var fimm
hæða leiguhús, lyftulaust. Eg liélt af stað
upp liina mörgu stiga, sem eg hafði gengið
einu sinni áður. Eg varð að gefa honum
sem minnstan fyrirvara. Mér var ljóst, að
eini möguleikinn til að ná af honum eyrna-
lokknum, var að koma honum að óvörum,
— áður en hann hefði tíma til að átta sig á
hinum nýju aðstæðum.
ETm síðir komst eg alla leið. Eg drap var-
lega að dyrum. Það var ekki önnur íbúð