Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Blaðsíða 36
112
lendingar tóku mótmælendatrú á stjórnar-
árum Hinriks VIII.
Svo var málunr háttað, að Hinrik VIII.
vildi skilja við fyrstu konu sína, Katharina
af Arragonia, vegna þess að liann var orð-
inn ástfanginn í hinni fögru Önnu Boleyn.
En skilnaðurinn var óframkvæmanlegur án
samþykkis páfans. Páfinn var ekki hrifinn
af þessari skilnaðarhugmynd Englandskon-
ungs. Katólska kirkjan bannar hjónaskiln-
aði.
Eigi að síður vænti Hinrik þess, að páf-
inn samþykkti beiðnina unr skilnað við
Katharinu. Páfinn var um þetta leyti áfjáð-
ur í að liafa Englendinga og Frakka sér
lrlynnta stjórnarfarslega. Hann vildi fá styrk
þessara þjóða gegn hinum „almáttuga“
þýzka keisara, Karli V.
Undir þvílíkum kringumstæðum var
ólíklegt að páfinn neitaði enska kónginum
um skilnað. Hinrik VIII. hefði getað fengið
blessun kirkjunnar í Jressu efni, og England
ekki tekið mótmælendatrú, ef ofurlítið leið-
indaatvik lrefði ekki komið fyrir.
Enski sendiherrann, sem semja átti við
páfann um skilnað Hinriks og Katahrinu,
mætti til fyrstu umræðu stundvíslega á
ákveðnum tíma. Páfinn rétti þegar fram fót-
inn til þess að hann yrði kysstur.
Katólskir menn kyssa skó umboðsmanns
Guðs á jörðinni, til merkis um undirgefni
sína. Að þessu sinni var páfinn á inniskóm.
Sendiherrann var samkvæmt þeirrar tíðar
hætti með fríðu föruneyti. Auk þess hafði
hann hinn trygga hund sinn með sér.
Þegar seppi sá hinn framrétta fót páfans,
stökk hann fram og beit í stóru tána á hin-
um heilaga föður. Ekkert varð af samningn-
um að þessu sinni. Páfanum leið illa í stóru
tánni og fór af fundinum.
En Hinrik VIII., sem ætíð var óþolin-
móður, vildi ekki bíða lengur, og skildi við
konu sína upp á eigin ábyrgð. Þetta leiddi
til skilnaðar Englendinga við páfastólinn
og hina któlsku trú. England varð fyrsta og
N. Kv.
fjölmennasta mótmælendaríki í Evrópu.
Þannig varð dálítið liundsbit í stóru tána
á páfanum þess valdandi að trúarskipti
urðu á Englandi og hafði það ósegjanlega
miklar afleiðingar, er gætti um allan heim.
Hvað hefði orðið um lýðveldi og lýðræði, ef
þessar hugsjónir hefðu ekki mótast í Bret-
landi? Mikinn þátt í þessari framvindu átti
enska stjórnarbyltingin mikla á 17. öld. En
þá lét Cromwell taka kónginn af lífi. Þessi
stjórnarbylting hefði ekki, án Cromwells,
unnið sigur á konungsdæminu.
I fyrstu fjögur skiptin sem herir kóngsins
og Cromwell börðust unnu konungsmenn
sigur. Það var ekki fyrr en Crormvell skipu-
lagði betur riddaralið sitt, hinar frægu
„Járnsíður", að sigrar féllu hans mönnum
í skaut.
Cromwell og kappar hans urðu sigurvegar-
ar. Stjórnarbyltingarmenn tóku kónginn af
lífi, og hið enska einveldi var brotið á bak
aftur að fullu í eitt skipti fyrir öll.
En þetta mundi ekki hafa skeð, ef Karl I.
hefði ekki eitt sinn út gefið tilskipun við-
víkjandi ferðalögum til brezkra nýlendna í
Ameríku. Þessi tilskipun hindraði för
Cromwells vestur um haf. Hann ætlaði til
Jamaica, og vonaði, að hann gæti komizt
þar vel áfram. í stað þess var hann heima,
og í fyllingu tímans æðsti stjórnandi stjórn-
arbyltingarinnar og leiddi liana til sigurs.
— Enn meiri áhrif á allan hinn vestlæga
heim, og lífskjör hvers einstaks borgara og
örlög, hafði hin mikla franska stjórnarbylt-
ing, er skall á 1789. Jafnrétti borgaranna
fyrir lögunum, afnám einveldisins, nýtízku
skilningur á manméttindum og ýmis önnur
gæði, er menn nú eiga við að búa, eiga rót
sína að rekja til frönsku byltingarinnar.
Það var þó ekki allt jákvætt, sem bylt-
ingin olli. Foringjar, frönsku byltingarinn-
ar, settu á stofn fastan her, og skyldu alliv
borgarar gegna herskyldu. Þetta var alger
nýjung, sem fékk voðalegar afleiðingar.
Smám saman neyddust öll önnur ríki
„OFT VELTIR LÍTIL ÞÚFA STÓRU HLASSI“