Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Side 12
92
FRÁ GRÍMI THOMSEN
N..KV.
bókmenntum okkar, og kafla úr þeim þýddi
hann á dönsku. Urðu þeir þættir honum
margir að yrkisefni síðar. Grímtir þekkti
og mat mikils Bjarna Thorarensen, frum-
herja rómantísku stefnunnar á Islandi, og
kunnugur var hann Adam Oehlenschlager,
höfuðskáldi þeirrar stefnu í Danmörku.
Mætur hafði hann og á H. C. Andersen og
Runeberg, svo að nokkrir séu nefndir auk
Byrons. Gat því varla hjá því farið, að
Grímur yrði rómantískt skáld, en hann var
þannig gerður, að aldrei varð hann að
rómantískum gandreiðarmanni, og yfirleitt
kemur rómantík Gríms frekast fram í því,
að hann sækir til fjarlægra tíma um val
yrkisefna. Várð hann æ hugfangnari af ís-
lenzkum og grískum fornbókmenntum, er á
leið ævina. í ágætasta söguljóði sínu, Rím-
um af Búa Andríðarsyni og Fríði Dofradótt-
ur, gerir Grímur grein fyrir hinu rórnan-
tíska viðhorfi sínu. Hann staðhæfir, að
heimur hugarburðar hafi ekki síðuf sátt að
geyma en reynslu ríkið. Hann viðurkennir
gildi sögunnar, sem allt tínir til, gott og illt,
smátt og stórt óg geymir eilíflega, en skáld-
sagaii, ævintýrið, svalar sálum írianna bezt.
GrímUf deilir einnig í kvæðum sínum á efri-
ishyggju 'og raurisæisstefriu, og mjög sakri-
aði hann þess, er hin gamla þjóðtfú tók að
dofna. Menn hættá áð sjá hið kýnlega, æv-
iritýralega, og ménn trúa ekki einu sinni því
litla, sem þeir sjá. Tilyeran verður lítilmót-
leg og flatneskjuleg. Engin tröll dagar leng-
ur uppi við sólarupprás, enginn dvergur
smíðar kjörgripi í gráum steini, en nærsýnn
almúginn iðkar ómerkilegan fiskidrátt í
vötnum, þar seiri undraskeprian nykurinn
lifði áður hópurn saman.
Eins og að líkum lætur, var Grímur
Thomsen mikið söguljóðaskáld, og sögu-
Ijóðunum á hann ekki sízt að þakka hylli
og frægð, Sumir hafa deilt á'hann fyrir það,
að harin rími aðeins gamlar sögur, en slíkt
er éklci nema að nokkru leyti sannmæli. Oft,
og einkum í beztu kvæðunum, lagar hann
efnið í hendi sér, breytir og bætir, og skap-
ar nýtt efni af sjálfum sér. En mörg sögu-
ljóðanna virðist hann hafa ort, eins og Þor-
steinn Erlingsson hefur bent á, til að sýna
mönnum fyrirmyndirnar fornu, menn, sem
gæddir voru áræði Hrólfs sterka, tryggð
Bergþóru, dug Þorbjarnar kólku og dreng-
skap Skúla fógeta. En eftirlæti Gríms eru
þó menn eins og Dofri í Búarímum og Hall-
dór Snorrason. Slíkir menn flíka ógjarna
tilfinningum sínum, fljóta ekki í gælum né
fyrirbænum, eru dulir, stundum jafnvel
gráglettnir, og oft hrjúfir á ytra borði, en
þeir eru, eins og Grímur komst að orði um
sjálfan sig, menn með hjarta, sem ekki
ljúga að samvizku sinni, hvað sem þeír
kunna að segja. dauðlegum manneskjum.
Um þá má segja eins og Sallust sagði um
Cato gamla: Hann vildi heldur vera góður
en sýnast það. Samvistin við slíka menn
hefði verið Grími „Abrahams skaut“.
Gr'írnur dáði líka unga fullhuga elns og
Búa í Búarímum, sem hann hefur fundið
til skyldleika við. Báðir fóru þeir Búi og
Grímur urigir utari, báðir lentu í mannraun-
um og rötuðu í ástarævintýri, og báðir
komu þeir heim aftur og gerðust bændur á
Suð-Vesturlandi. Múnurinn vaf hins vegar
sá, að Búi kom með ástmey sína með sér, en
Grímur ekki. Það er ósjaldan, að skáldin
láta eftirlætispersónur sínar njóta þess
yndis, sem þeim sjálfum er meinað í heimi
veruleikans.
í upphafi gat ég um árásir þær, er Grím-
ur varð fyrir vegna kvæða sinna. Einkum
varð mönnum þó form kvæða hans til
ásteitingar, og satt er það, að allvíða, og