Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Qupperneq 18
98
BJARNI SVEINSSON
N.Kv:
kvæntist Bjarni Ágústu Högnadóttur á
Bakkagerði, og í búsinu Melstað ú Bakka-
gerði hafa þau hjón jafnan búið síðan. Hef-
ur Bjarni stundað sjómennsku, smábúskap,
alls konar eyrarvinnu og verzlunarstörf frá
1917 að Kaupfélag Borgfirðinga var stofn-
að. Hann var lengi sláturhússtjóri hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga. Nú er hann bæði
kjötmatsmaður, ullarmatsmaður og fiski-
matsmaður á Borgarfirði og hefur verið
það lengi. Hann hefur lengi setið í hrepps-
nefnd Borgarfjarðar og verið þar fóður-
gæzlumaður urn áratugi.
Þau Bjarni og kona hans eiga þrjú upp-
komin börn: Sigríði, sem gift er Garðari
Jónssyni', útgerðarmanni á Reyðarfirði,
Guðrúnu yfirhjúkrunarkonu í Reykjavík,
sem gift er Haraldi Guðmundssyni, útvarps-
virkja og Svein, kvæntan Onnu Björgu Jóns-
dóttur, og búa þau á Hvannstóði í Borgar-
firði. Systkini Bjarna voru: Páll, síðast
bóndi í Geitavík, dáinn fyrir nokkrum ár-
um, Jón, fyrrverandi bæjarstjóri og skatt-
dómari á Akureyri, Þórhildur, gift Steini
Armannssyni, verkstjóra á Bakkagerði og
Arnbjörg, gift Guðmundi Jónssyni frá Foss-
völlum, dáin 1929.
Bjarni Sveinsson er einn af þeím mönn-
um, sem mér verður ógleymanlegur meðan
minni mitt lokast ekki.
Jacland Marmur:
Hsiður fyrir bori)
Spennandi og áhrifamikil saga um ást og hatur og baráttu manna við
æðisgengið liafið.
Hatrið hvíldi eins og mara á manninum,
sem kom út úr skuggaröndinni inn undir
timburstaflanum og gekk í glampandi sól-
skininu fram á Lopanga-bryggjuna. Hatrið
gerði hreyfingar hans stirðar og óþjálar.
Það hafði slökkt ljósið í augum hans og
klætt andlit hans ískaldri grímu.
Davíð Gorman stóð á bryggjuhausnum
og horfði niður á vélbátinn, sem beið við
landgöngubrúna, beint fyrir neðan hann.
Hann heyrði regluleg skrefin á steinlagn-
ingunni bak við sig, en hann sneri sér ekki
við.
Hann vissi, að það var Jósep Cardin, sem
var að koma — eigandi Cardin-skipanna —
og hann vissi, hvernig hann leit út: hár og
magur, harður og kuldalegur ásýndum. Og
hann þekkti hatur hans.
Þess vegna stóð Davíð Gorrnan og snéri
sér ekki við. Hann horfði án afláts á e. s.
Cardinan, sem lá ferðbúið úti á höfninni
með uppskipunarbómurnar gnæfandi við
himin eins og risavaxna fálmara.
Fyrir tveim dögurn hafði Hómer Bledson,
skipstjóri á Cardinan, verið fluttur veikur í
land, og sama kvöldið dó hann. Skipstjóri
var nú enginn á skipinu, og Davíð Gorman
var fyrsti stýrimaður.
Fótatakið að baki honum færðist nær. Nú
hljóðnaði það.
— Þér vitið, hvað Bledson skrifaði í