Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Síða 22
102
MAÐUR FYRIR BORÐ
N.Kv.
um? Orðin voru eins og beittur hnífur, sem
skerst dýpra og dýpra í svíðandi sár.
— Þér settuð út bát? Og þér ....
— Hr. Cardin, mér þykir það leitt. Joe
var einn hinn bezti í sinni sveit. Eg kom
hingað til að segja yður það. Ég vissi, að
yður mundi þykja einhverju skipta að vita
það. En meira vil ég helzt ekki segja.
Jósep Cardin sat teinréttur og ósveigjan-
legur í stólnum sínum. Orðin komu sem
högg af vörum hans.
— Segið mér .... hvort þér .... leit-
uðuð hans.
Aftur varð þögn.
Davíð Gorman fannst sem hann sæti aft-
ur einsamall í klefa sínum, þjakaður af
hugsuninni um dauðann og hatrinu á dauð-
anum. Hann minntist banvænna stórsjóanna
þetta kvöld, þegar skipalestin hélt áfram
ferð sinni og skipin hurfu eitt af öðru út í
myrkrið. Hann minntist hugsana sinna þá,
og sem snöggvast lokaði hann augunum.
— Nei, sagði hann ákveðið. — Ég lét
ekki stanza til að leita hans. Það var alls
ókleift að gera þáð.
— Þér létuð hann þá hreint og beint
.... drukkna.
Orðin voru líkust hvísli, bitru, hásu
hvísli. Andlit Cardins var orðið sem grá,
hörð gríma, og Davíð Gorman sá hatrið
vaxa hægt og hægt í ísköldum augunum.
Samt sem áður neyddi hann sig til að bæta
við:
— Hr. Cardin, þér hafið sjálfur siglt.
Þér hafið sjálfur verið skipstjóri. Það var
rok, og það var mjög vont í sjóinn. Það var
hættulegt að breyta stefnunni. Ég bar á-
byrgð á öryggi hinna sködduðu skipa. Og ég
hafði næstum þrjú hundruð manna áhöfn
á mínu eigin skipi..
Róleg rödd hans. hikaði, og þögnin var
sem þaninn strengur.
— Nei, bætti hann við með rödd, sem
hafði endurheimt styrkleika sinn -— það
var algerlega ókleift. Ég lét ekki stanza til
að leita hans.
— Hann var einkasonur minn. Og þér
.... þér létuð hann drukkna.
Rödd Cardins var þung og hljómmikil.
Svo reis hann á fætur og stóð kyrr og starði
fram fyrir sig.
— Éarið! Éarið! sagði hann — þér
slepptuð stöðu yðar hjá Cardin-útgerðinni til
að fara í sjóherinn. Lögin krefjast, að staða
yðar skuli standa yður opin, þegar þér
komið til baka. En eitt vil ég ráðleggja yð-
ur: notið yður ekki þann rétt.
Hvert einasta orð var sveipað hatri.
— Verið kyrr í sjóhernum, verið kyrr í
sjóhernum, þar sem þér getið starfað til-
finningalaust og skýlt yður með lagabók-
staf. Þar eigið þér heima. Ef þér komið til
baka, verðið þér fyrsti stýrimaður eða ann-
ar stýrimaður, það sem eftir er ævinnar. Ég
skal halda yður niðri, Gorman. Þér skuluð
aldrei fá yfirstjórn á nokkru skipi. Aldrei.
Ekki einu einasta skipi í öllum verzlunar-
flota Bandaríkjanna!
Hann stóð hreyfingarlaus, augun ísköld,
andlitið öskugrátt.
Gorman reis hægt á fætur. Hann leit ekki
á Láru. Hann tók til máls rólegri röddu.
— Hr. Cardin, þér krefjizt sjálfur, að
skipsbækur skuli vera nákvæmar. Ég hef
hlotið þjálfun mína í yðar þjónustu. Ég
gat ekki logið. Ekki að manni, sem sjálfur
hefur verið skipstjóri. Yður bar að
vita ....
— Farið!
-—- Eftir auguablik, já. Við Lára liöfum
ákveðið, að ég skuli vera áfram í flotanum
og ganga framabraut mína á enda þar. En
ég hef þegar ákveðið, hvað gera skuli. Ef
ég lifi, þegar stríðinu er lokið, hr. Cardin,