Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Blaðsíða 40
120
PITCAIRN-EYJAN
N.Kv.
Nanai var hálf-þrítug þegar þetta var. Hún
hafði verið kona Tetahiti, eins og þér kann-
ske munið. Það var enginn hræddari við
Quintal en hún.
Þegar hún kom upp á brekkubrúnina,
lagði hún byrðina frá sér, til þess að hvíla
sig, tæplega þremur fetum þaðan, sem
mennirnir höfðu falið sig. Quintal stökk nú
fram og greip hana. Hún varð svo hrædd,
að hún reyndi ekki einu sinni að verja sig,
og á augabragði höfðu þeir bundið hend-
ur hennar og fætur. Þeir tróðu trjáblöðum
í munn hennar og bundu ræmu af trjáberki
yfir hann, til þess að vera vissir um að hún
gæti ekki hrópað á hjálp.
Jenny var skammt frá, svo að þeir náðu
henni áður en hún hafði áttað sig. Hún var
lítil vexti, en liðug eins og köttur og varð-
ist með því að bíta og klóra. Það var á tak-
mörkunum að Quintal gæti haldið henni,
meðan Mc Coy batt fyrir munn hennar, og
um leið og hann gerði það, beit hún hann
mikið sár í hendina. Þegar hún var komin
í bönd, lagði Mc Coy hana á bak sér. Quin-
tal kom með Nanai á eftir.
Ég hafði komið heim meðan á þessu
slóð, og þegar ég sá að enginn var heima,
þóttist ég vita hvað Quintal og Mc Coy væru
að gera, en mér datt ekki í hug, að þeir
mundu ná í neina af konunum, og næðu
þeir þeim, vildi ég ekki vera neitt við það
mál riðinn. Eg fór því heim til herra Young,
en minntist ekkert á hina.
Þeir höfðu konurnar með sér heim. Bönd
Nanai voru leyst, en Jenny höfðu þeir
bundna til að byrja með. Mc Coy tók nú að
gerast nærgöngull við Jenny, en hún var
skapbráð kona og lét hann kenna á því eftir
því sem hún gat. — Ef þú snertir mig, skal
ég ekki hætta fyrr en ég hef drepið þig,
æpti hún. Hvar er Alex og Young?
Young kemur þetta ekkert við, hann er
ekki með okkur. Hann hefur verið veikur
undanfarið, og okkar á milli sagt, varst það
þú, sem ginntir Taurua frá honum.
Síðan sagði hann henni, að ég væri að
reyna að ná í einhverja konu og mundi
bráðlega koma heim.
Nanai hafði hniprað sig saman úti í
horni og Quintal sat á bekk fyrir íraman
hana. Allt í einu þaut hún á dyr, en Quintal
náði í hárið á henni og dró liana til baka.
Þér kærið yður víst ekki um að heyra hvað
svo gerðist. Fyrst reyndu þeir að fá kon-
urnar til að drekka með sér, og síðast mis-
þyrmdu þeir þeim á hinn svívirðilegasta
hátt. Um nóttina, þegar Mc Coy og Quintal
voru sofnaðir, komust þær út. Þegar ég
kom frá herra Young um morguninn, sá ég
greinilega, að það hafði verið barizt í hús-
inu. Mc Coy þvoði höndina, sem hann
hafði verið bitinn í og batt um hana. Þeir
minntust ekki einu orði á það, sem gerzt
hafði. Þeir voru ófrýnilegir og til alls vísir.
Nítjándi kafli.
Næsta dag kom Young í heimsókn til
okkar. Hann hafði fengið slæmt asthma-
kast, svo að hann gat tæplega talað. Þegar
hann hafði setzt á stól, sem við ýttum til
hans, fékk hann hóstakviðu, svo að við lá,
að hann kafnaði. Þegar það var liðið hjá,
sagði hann okkur hvað erindið væri.
— Ég hef verið beðinn að flytja ykkur
skilaboð frá konunum, sagði hann. Maimiti
segir að þær séu allar sammála um það, að
þið þrír verðið að yfirgefa eyna þegar í
stað. Þið getið tekið stærsta bátinn og það,
sem þið hafið þörf fyrir af matvælum. Síð-
an verðið þið að fara.
— Farðu! endurtók ég. — Hvert?