Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Page 42
122
PITCAIRN-EYJAN
N.Kv.
að ég hálft í hverju kaus að láta það sama
ganga yfir okkur alla. Samt sem áður lang-
aði mig til að ræða málið við herra Young.
Mér hafði dottið í hug, að við Young töluð-
um við frú Christian og gengjum í lið með
konunum, en létum Mc Coy og Quintal eiga
sig. En þegar ég hafði hugsað málið betur
féll ég frá þessari hugmynd, því að ég sá
að óhjákvæmilega hlaut að koma til á-
rekstra og ef til vill blóðsúthellinga milli
okkar hvítu mannanna, og það vildi ég um-
fram allt forðast. Svo var það ennþá eitt,
sem ég skammast mín fyrir að segja. Ég gat
ekki verið án brennivíns. Utkoman varð því
sú, að ég gerði ekki neitt, en beið átekta.
Þennan dag drukku Mc Coy og Quintal
sig fulla, eins og venjulega, og ultu síðan
sofandi útaf. Ég drakk nokkuð með þeim,
en vaknaði þó á venjulegum tíma morgun-
inn eftir. Ég man hversu þungt mér var í
skapi, þegar ég tók til í húsinu, og hversu
mér fannst líf okkar óeðlilegt og öðruvísi
en það átti að vera. Ég saknaði barnanna og
langaði ákaft til að sjá þau. En svo djúpt
var ég sokkinn, að ég tók vínið fram yfir
þau.
Síðan liðu þrír dagar, án þess að við
yrðum nokkuð varir við konurnar. Er við
höfðum borðað miðdegismatinn, lögðumst
við til svefns eins og venjulega. Þegar ég
vaknaði skinu sólargeislarnir gegnum rifur
á gluggahlerunum. Eg reis á fætur og ætl-
aði að opna þá. Um leið og ég opnaði
fyrsta gluggann, heyrði ég byssuskot, sem
virtist koma úr kjarrinu í skógarjarðrinum,
og fann þyt kúlunnar rétt hjá höfði mér.
Eg kastaði mér niður á gólfið og lokaði
hleranum. Mc Coy, sem svaf á gólfinu,
vaknaði. — Hvað er þetta, spurði hann, en
fékk eklci ráðrúm til að segja meira, því
að önnur byssukúla fór í gegnum hlerann,
sem ég hafið verið að loka. Quintal vakn-
aði, settist upp og horfði undrandi í kring-
um sig. Ég skipaði þeim að liggja hreyfing-
arlausum, skreið út að veggnum og leit út
um rifu milli plankanna.
Fyrst í stað sá ég ekkert til árásarmann-
anna, en innan stundar kom ég auga á
byssuhlaup, sem miðað var á dyrnar, og
annað rétt þar hjá. Síðan sá ég Hutia
hregða fyrir hak við tré. Við vorum greini-
lega lokaðir inni í gildru, en vorum ennþá
svo syfjaðir og utan við okkur, að það tók
stundarfjórðung, áður en við gátum áttað
okkur og skilið hvað um var að vera. Með-
an ég horfði í áttina til dalsins opnaði
Quintal hurðina. Urn leið dundu mörg skot
á húsinu. Eitt þeirra hitti hann í mjöðmina
og reif skinnið af. Nú skildum við að húsið
var umkringt, og konurnar ætluðu að drepa
okkur, ef þær gætu. Mc Coy kallaði til frú
Christian, en fékk ekki annað svar en skot
í gegnum vegginn.
Þrátt fyrir allar aðvaranir þeirra, höfð-
um við ekki trúað, að þær mundu fram-
kvæma hótanir sínar á þennan hátt. Það
var ofseint að iðrast nú, og það eina, sem
við gátum gert, var að fela okkur. Kúlurnar
þutu stöðugt gegnum gluggana og dyniar,
svo að við urðum að liggja endilangir á
gólfinu. Þær höfðu alls fjórtán stórar byss-
ur og tíu skannnbyssur, og þær konur, sem
ekki kunnu að skjóta, voru látnar hlaða
byssurnar. Quintal og ég álitum að við ætt-
um að reyna að komast út, en Mc Coy var
á móti því. Verið þið ekki svo heimskir,
sagði hann. — Það er einmitt það, sem þær
vonast eftir að við gerum, og það eru mjög
litlar líkur til þess, að við komumst héðan
lifandi, meðan bjart er af degi. Við vorum
þess vegna kyrrir og hlóðum varnarvirki
við dyrnar, úr bekkjum, borðum og nokkr-