Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Side 46

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Side 46
126 PITCAIRN-EYJAN N.Kv. enda borðsins, en ég við hinn. Um miðnætti höfðum við næstum drukkið hálft kvartil af víni, en þrátt fyrir það, vildum við ekki hætta. Sú hugsun hafði setzt að honum, að hann væri valdur að allri þeirri ógæfu, sem yfir okkur hafði dunið. Hann talaði ekki um annað. — Þetta er satt, Alex, sagði hann. — Það var ég, sem fyrstur óskaði eftir því, að landinu væri skipt og ég taldi um fyrir hin- um og kom þeim til að rísa upp á móti Christian. Út af þessu urðu morðin. Eg er valdur að dauða allra þeirra, sem myrtir voru, hæði þeirra hvítu og hinna. Þannig hélt hann áfram alla nóttina, þar til ég hafði alveg misst þolinmæðina að heyra hann endurtaka þetta í sífellu. — Þú ættir heldur að fara að sofa, Will, sagði ég, og síðan fór ég út. Nóttin var kol- dimm og ömurleg. Eg villtist og datt nokkr- um sinnum, en komst að lokum í hús Christians, rennvotur frá hvirfli til ilja. Eg •hnipraði mig saman, þar sem rúm hans hafði verið og sofnaði. — Það var álitið dags, þegar ég vakn- aði og það rigndi meir en nokkru sinni áð- ur. Ég fór út í rigninguna, til þess að fá mér bað og eins til þess að gefa fuglunum og svínunum. Þegar ég hafði tekið til í húsinu, fór ég út í eldhúsið og sauð nokkrar brauð- rætur og egg. Er ég var búinn að borða, fór ég með mat til Mc Coy. Hann sat glaðvak- andi við borðið, alveg eins og ég hafði skil- ið við hann. Hann liafði lokið úr vínflösk- unum, en þó ávarpaði hann mig eins og hann væri ódrukkinn. Ég reyndi að fá hann til að borða dálítið, en hann vildi ekki snerta við matnum, sem ég færði honum. — Láttu mig vera, sagði hann. Farðu beim í hús Christians, eða þar sem þú varst. Eg vil vera einn. — Ég get vel komizt af án þín, svaraði ég og fór leiðar minnar. Það gerði mér gramt í geði, að heyra hann tala svona, þeg- ar ég hafði gert mér það ómak, að búa til matinn fyrir hann og færa honum hann. Vindurinn hafði gengið til norðurs og fór vaxandi. Innan stundar var skollið á fárviðri. Gráir skýjaflókar virtust þjóta rétt yfir trjátoppunum. Ég gekk niður að lend- ingunni, til þess að gæta að, hvort stóri bát- urinn á Bounty væri á sínum stað. Við geymdum hann í skúr hjá lendingarstaðn- um. Hann hafði ekki verið hreyfður, síðan konurnar reyndu að komast burt á honum. Ég hef aðeins einu sinni síðan séð jafn mikið brim í flóanum og þann dag. Það var ægileg sjón að sjá risavaxnar öldurnar, sem æddu inn flóann og brotnuðu við klettana með svo miklu afli að brimlöðrið gekk hátt á land. Skúrinn var horfinn og báturinn líka. Við áttum tvo smærri báta, og höfð- um komið þeim fyrir á stað, þar sem þeir voru öruggir. Ég fór aftur heim í hús Christians. Þar var ég í tvo daga án þess að koma til Mc. Coy. Þá fór ég að hafa áhyggjur út af hon- um, og er ég hafði lokið við að borða kvöld- matinn, fór ég heim til hans til þess að ganga úr skugga um hvort hann vildi tala við mig eða ekki. Storminn hafði lægt en himininn var þakinn kolsvörtum skýjum. Mc Coy hafði lokað öllum dyrum og gluggum. Ég kallaði til hans en fékk ekkert svar. Þá hratt ég hurðinni upp og gekk inn. Inni var kolsvartamyrkur og fyrst í stað sá ég ekki neitt. — Will hvar ert þú? sagði ég. Þá heyrði ég til hans í einu horninu á herberginu. Ert það þú Alex? Flýttu þér maður, lokaðu dyrunum. — Hvað er að? spurði ég. Mér datt í hug að konurnar hefðu nú breytt ákvörðun sinni og vildu nú koma til okkar. En þegar hann

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.