Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Qupperneq 3
Flink merkisberi.
Saga úr Prjátíu-ára-stríðinu.
Eftir Loðbrók.
Jeg ljet tilleiðast og sagði þeim nú söguna.
f*eir hlustuðu með eftirtekt og ljetu í Ijósi við-
bjóð á óþokkanum. t*á er sögunni var lokið
sátum við hljóðir um stund, þar til einn þeirra
rauf þögnina:
»Við sitjum þögulir eins og egiftskir prestar.
Við verðum að stofn« til einhverrar glaðværð-
ar- — Tryggur, syng þú eitthvert kvæði núna.«
Allir tóku í sama streng, því að Tryggur
var orðlagður um allan herinn fyrir söng sinn.
Og oft, þegar hann var í mjög góðu skapi,
kotn það fyrir, að hann orkti vísurnar jafnóð-
um og hann söng.
Tryggur lofaði að syngja eitt lag fyrir okk-
Ur- Með mikilli hljómslyrkri rödd hóf hann
söng sinn um heimkynnið okkar fjarlæga. Ást-
k®ru stöðvarnar, sem aldrei gleymdust, hinu
megin við bylgjurnar bláu:
Þú Svíagarpa gamla land,
hin göfgna, aldna storðin.
Er bylgjan leikur blítt við sand,
þjer beri’ hún kveðjuorðin.
Þar skógar klæða háls og hól,
frá hnjúkum elfur streyma,
á bláum sundum blikar sól, —
sem barn þar átti’ jeg heima.
Þú Svíagarpa frægafold
með fornum hreystisögum.
Jeg hló og grjet við móðurmold *
á mínum bernskudögum.
Er okkur nokkurt orð svo kært
sem orðið fagra: — heima.
Pað hefir okkur unað fært,
sem aldrei megum gleyma.
Þótt fæddumst ei við auð og völd,
var unaðsælt að dreyma.
Peir eiga bágt um kuldakvöld,
sem hverki eiga heima.
Það eitt jeg vona alla stund,
að eignast kofa’ jeg fái
í sælu’ og friði’ á Svíagrund —
og svannan, er jeg þrái.
Nokkrir af hinum þýsku íbúum borgarinnar
höfðu numið staðar fyrir utan meðan Tryggur
söng. Þeir hafa að vísu ekki skilið orðin, en
söngsnild Tryggs hafði haft djúp áhrif á þá.
Jeg kvaddi þar næst fjelaga mína og lét þá
opna fyrir mig borgarhliðin, því að mig lang-
aði til að ganga dálífinn spöl út fyrir borg-
ina í tunglsljósinu.
»Veist þú, hvað inngangsorðið er,« spurði sá,
sem opnaði hliðið.
»Nei, jeg hafði nær gleymt að spyrja þéss.«
»Inngangsorðið í nótt er: ,Vopn Svíaríkis'.*
»Þökk, jeg gleymi því ekki.«
Tunglsljósið varpaði annarlegum blæ yfir um-
hverfið og geislarnir loguðu í lygnum fleti
fljótsins. Er jeg stóð á fljótsbakkanum sá jeg
múra Gústafs-kastala gnæfa við himinn dimman
og hrikalegan.
Byggingin kastaði dimmum geislum langt frá