Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Blaðsíða 6
116
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
aðstoð hins ágæta hests míns og sverðleikni
minnar tókst mjer um hríð að verja mig sárum.
Jeg hafði þegar felt tvo af fjandmönnunum.
En það gat eigi varað lengi, jeg var þreyttur
eftir bardagann við Ulrik og fylgdarmann hans,
en mótstöðumennirnir allir ólúnir.
Jeg ætlaði að gera áhlaup í fjandmanna-
flokkinn og leita dauðans, heldur en að verða
tekinn til fanga, en í sama bili heyrði jeg
merki gefið í dálítilli fjarlægð með bumbu og
Iúður. — Jeg þekti þetta merki vel. Það var
orustumerki landsmanna minna og jeg vissi
óðara að þeir mundu koma til liðs við mig.
Hans Færdig hafði grunað að mjer væri hætta
búin, og kallaði nú saman nokkra fjelaga sína
til að ríða á eftir mjer.
Pað var sem nýtt líf streymdi gegnum æðar
mínar við þennan þekta hljóm. Sverðið mitt
glampaði í tunglsljósinu eins og snæljós og
söng í þvf, er það skall á hjálma og höfuð-
kúpur óvinanna. Og það var sem hinn frái
fákur minn fyltist sama vígamóðinum og jeg
sjálfur. Hann hóf sig upp á afturfótunum og
sló og beit á báðar hliðar frýsandi og hneggj-
andi. Aftur og aftur hóf hann sig í fryltum
vígaleik og hristi hið tignarlega höfuð sitt og
lafandi faxið. Svo æddi hann eins og elding
fram og aftur gegnum fylkinguna, hringsnerist
og barði og beit á báða bóga og varpaði bæði
hestum og mönnum til jarðar. Á meðan á
þessu stóð brá jeg sverði mínu hart og títt,
svo að fieiri en einn gistu hel það kvöld.
Er leikurinn stóð sem hæst bar fjelaga
mína að.
Svíarnir komu sem hvirfilvindur með leyftr-
andi sverð og dansandi hesta. Fremstur kom
Hans Færdig á fljúgandi ferð og þaut inn í
þýska hópinn eins og stormbylur um leið og
hann hrópaði.
»Vel leikið Thomas Flink. — Húrra! —«
Óvinirnir fjellu hrönnum saman. Svo sundr-
uðust þeir sem ský fyrir vindi og flýðu í all-
ar áttir.
En Ulrik Apfelbaum var genginn úr greip-
um mjer, hann hafði flúið í byrjun bardagans.
Regar fjendur vorir voru allir reknir á flótta
krupum við í auðmýkt og þökkuðum Drotni
fyrir sigurinn. Að því loknu varð jeg að segja
þeim alla söguna.
Við riðum í hægðum okkar til baka aftur.
Klukkan var þrjú um nóttina, er jeg kom að
borgarhliðinu í Mains. Rar varð jeg að end-
urtaka frásögu mína. — En jeg var sárgramur
yfir því, að mjer skyldi eigi auðnast að taka
Ulrik Apfelbaum fastan.
Nú liðu margir dagar án þess að neitt
markvert bæri að höndum, hvorki í borginni
eða Mains.
Jeg hafði skilið það af samtali Ulriks Apfel-
baums og hins óþekta riddara, að eitthvert
ráðabrugg var á seyði, frá hans hendi, við-
víkjandi nýja kastalanum. Hvað það var gat
jeg eigi vitað, en jeg ákvað að hafa auga á
hverjum fingri gagnvart Gústafskastala, ef
eitthvað óvaoalegt skyldi vekja eftirtekt
mfna. Dag einn snemma morguns lagði jeg
af stað til Gústafs-kastala án þess að mjer hefði
verið fyrirskipuð vinna þar, því þennan dag
átti að flytja allar þær fallbyssur, sem borgin
gat án verið yfir um til kastalans og jeg mint-
ist orða Ulriks kvöldið góða:
»F*egar búið er að flyfja fallbyssurnar
þangað.«
Mig grunaði, að orð þessi mundu hafa þá
merkingu, að þeir ætluðu að framkvæma ráða-
gerð sína, — hver sem hún nú var — einmitt
þennan dag. Jeg beið kvíðafullur þess að
eitthvað óvænl skyldi koma fyrir.
Allan daginn var unnið af kappi við flutn-
inginn og er kvöld var komið var Gústafskastali
reiðubúinn til þess að taka á móti óvinum,
en eigi voru neinir fjandmenn sjáanlegir.
Allan daginn 'nafði konungur staðið á fljóts-
bakkanum hinumegin við fljótið og stjórnað
vinnunni. Var það siður hans, er eitthvert
áríðandi starf var unnið. Gekk vinnan þá
margfait hraðara, en ella. Sýndi hann í því,