Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Blaðsíða 9
NYJAR KVÖLDVÖKUR 11Q »Efalítið mundi hann gera tilraun, en ann- að mál er það, hvort honum rnundi takast það.« »En ...» • Hlustaðu nú á mig. Til að geta hertekið kastalann, þegar nægilegt varnarlið er í honum, þarf öflugan herskipaflota. Hann heíir Gústaf Aðólf eigi. — F*vi getur það orðið illur þrep- skjöldur í vegi konungs, ef kastalinn keinst í óvinahendur. »Jeg verð að viðurkenna, að þú hefir rjett fyrir þjer.« • Óvinirnir gætu varið hjeðan,« hjelt jeg áfram, •bátum vorum vatnaleiðina, er þeir vildu flytja okkur vistir. Ef svo setlist öflugur landher um Mains, væri konungur neyddur til að ganga þeim á vald, þegar matvælaforða borgarinnar væri Iokið.« »Þú hefir rjett að mæla, mjer varð þetta eigi ljóst fyr en þú opnaðir augu mín fyrir því.« »Nú eru óvinirnir komnir yfir um. — Sjer þú að þeir taka land skamt frá kastalanum?* »Ví«t sje jeg það, en þeir athuga eigi, að við höfum fallbyssur á kastalamúrunum.* »Fallbyssur!« »Já, — veistu eigi, að þær voru fluttar hing- að í dag.« »Víst veit jeg það. En hvaða liðsafia höfum við til að hagnýta okkur þær? — Hvað held- urðu að fimtán menn megni, og þar að auki forystulausir. Heldur þú að þeir geti varið kastalann fyrir 100 til 150 vel vopnuðum uiönnum?* »Hvað getum við þá gert til þess að frelsa kastalann? Þeir eru nú komnir í Iand og stefna hingað. — Nú eru þeir að hverfa bak við kjarrskóginn, el'tir litla stund verða þeir komnir hingað. Það verður alllangur tíini þangað til þeir verða komnir alla leið. — Við höfuin áreiðan- lega hálftíma til undirbúnings. Far þú nú hið skjótasta og róðu yfir til borgarinnar og sæklu liðstyrk. — Á meðan ætla jeg að gera það, sem •ujer er unt, til að tefja fyrir óvinunum-----« Varðinaðurinn brá þegar við. Hann skildi vopn sín eftir hjá injer. Eftir tæpar fimm mín- útur sá jeg hvar hann reri lífróður yfir fljótið. Pað gat því ekki liðið á löngu þangað til hjálp- arliðið kæmi. Jeg hraðaði mjer tiú burt af víggarðinum og inn í kastalann. T lgáta mín hafði reynst ijett. Hall fiokksforingi lá steinsofandi undir borð- inu, en sem betur fór voru allir hinir fjelagar mínir ódruknir að méstu leyti. »Fjelagar!« mælti jeg. »Fregn sú, er jeg flyt ykkur, mun koma ykkur á óvart. — Á að giska 100 lil 150 maiina hersveit úr óvinahernum er nú á leið til kastalans. Áður en fjórðungur stundur er liðinn, verða þeir komnir. Rrymur er farinn af stað yfir um til borgarinnar til að sækja liðstyrk. Við verðum að verjast á með- an. Jeg vona að þið sjeuð allir reiðubúnir til að berjast og láta líf ykkar fyrir konunginn, ef þess gerist þörf.« »Heyr! — Við erum allir reiðnbúnir!« hrópuðu þeir. »Við verðunr að hlaða fallbyssurnar og vera viðbúnir til að taka á móti gestunum.« »Ætli þeir vogi að gera áhlaup?« • Rví ekki það?« »Reir álíta ef tii vill að varnarlið kastalans sé margfalt fleira.« »Nei, fjelagar,« svaraði jeg. sRað er maður með þeim, sem er kunnugur öllum hnútum.« »Hver er það?« »Ulrik Apfelbaum!* »Konungsbaninn! — Grípum fljótt til vopna.« Hinn hrausti drengjaskari þusti út, og auð- sjeð var að vígahugur brann í blóði þeirra. Með nokkrum orðum fjekk jeg þá til að verða rólegri og leggjast niður á víggarðinn til að gæta að óvinunum, án þess að þeir kæmu auga á okkur. Reir voru ennþá svo langt í burtu að við höfðum nægan tíma til að hlaða fallbysíurnar. Var það einnig gert samstundis. Fjórðungur stundar leið án þess að fjand- mennirnir gæfu sig í Ijós. Fóru suinir af fje- lögum nn'num að láta þá skoðun í Ijósi, að þeir mundu hafa snúið til baka og eigi lilist ráðlegt að gera tilraun til að vinna kastalann. — En jeg þótlist þess fullvís að svo mundi

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.