Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Blaðsíða 14
124 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Lávarður minn,« mælti jeg, en hann greip samstundis fram í fyrir mjer: »Jeg vil ekki að þú nefnir mig með þessum titil, — aldrei. — Pú ert eini vinur minn og trúnaðarmaður hjer á hælinu, og þú verður að heita mjer því, að nefna mig aldrei þannig, hvorki hjer eða annarstaðar. — Þú verður að nefna mig Peicy, — eða ef til vill Sydney, meðan við erum hjer.« »Eins og þér þóknast, kæri vinur,« svaraði jeg, — »Jæja, - Peicy . . .« »Nefndu mig heldur Sidney,* greip hann fram í. »Jeg ætlaði að láta þig vita, að jeg hefi hugsað um mál þittog komistað ákvéðinni niður- stöðu með það, hvernig við eigum að haga okkur. — En eftir á að hyggja: Álítur þú eigi ráðlegt að við töluðum við forstjórann og segðum honum söguna eins og hún gerðist, og án þess að dylja neitt.« »Nei, — nei, — við megum ekki bera traust til neins af þeim, sern lijer eru í yfir- mannastöðum. — En þolinmæði mín er á þrotum og nú verður eitthvað að framkvæmast. Minstu þess, að í fjögur ár hefi jeg verið í varðhaldi hjer meðal vitfirringa, og sem vit- firringur, — fjögur ár, — á svo löngum tíma lærir maður að verða tortrygginn og varasam- ur. — Nei, vinur minn, eyddu ekki hinum dýrmæta tíma til þess að reyna að sannfæra yfirmennina hjerna. — Og þó það tækist fyrir þér, — hver heldur þú að árangurinn yrði? Hvað heldur þú að yrði gert af þjer? . . »Ef til vill tekinn og lokaður inni sem vit- firringur, eins og gert var við þig?« »Nei, það álít jeg ekki. En það yrði sjeð um, að þú fengir fylgd yfir Iandamærin, áður en margir dagar liðu. Hvað yrði þá um míg? — Auk þess er það heitasta ósk mín, að sem allra fæstir fái vitneskju um leyndarmál mitt, því það er eigi aðeins mitt, heldur er það fjölskyldu-leyndarmál, hræðilegur svívirðingar- blettur á gamalli ætt.« »Jeg vil gjarna hlýða ósk þinni,« svaraði jeg, »og fylgja ráðum þínwm. En jeg vildi gjarna láta þig vita fyrirætlanir þær,er jeg hafði geit.« »Pað var rjett, svo getum við rætt um það betur og athugað, ef smíðisgallar kynnu að finnast á þeim. Látið þjer mig heyra hveinigþú hefir hugsað þjer gang málsins.« »Mjer hefir skilist á orðum þínum að þú viljið eigi að mál þetta komist á almennings varir. Að sjálfsögðu myndu allir málafærslumenn landsins taka þelta mál að sjer, því það ætti að verða auðunnið, þó eigi fyr en að þú værir sloppinn hjeðan út, það er að segja flú- inn og orðinn aftur undirgreifi frá Dunsdale. En á þanu hátt yrði eigi hægt að halda því leyndu. En eru þá engir möguleikar á því, að þú gætir farið hjeðan sem Mr. Sidney, er væri orðinn heilbrigður, — farið hjeðan frjáls mað- ur? — Um þetta hefi jeg hugsað.« »Jeg gerist forvitinn, því einmitt hið sama hefir vakað fyrir mjer. En jeg hefi eigi vogað að minnast á það við þig.« »Hvers vegna?« • Sökum þess, að alt starfið, allar framkvæmd- irnar og ábyrgðin mundi hvíla á þjer. Pú einn mundir geta framkvæmt það.« »Ef það er aðeins það, sem aftrar þjer frá að skýra mjer frá því, þá skalt þú láta nr'g heyra það samstundis. Pví málefni þetta er orðið mjer eins hjartfólgið og jeg ætti sjálfur í hlut. Jeg ræð af orðum þínum að fyrirætl- anir okkar muni vera svipaðar.« »Jeg þakka þjer að innilega fyrir þessi orð,« mælti Sydney, Hann þagði um hríð svo hjelt hann áfram máli sínu: »Pjer virðist ef til vill ótrúlegt, að jeg hefi ennþá eigi getað slitið þá hugsun frá mjer, að faðir minn eigi einhverjar hlýjar tilfinningar gagnvart mjer, og jeg verð að játa, þótt það ef til vill sje veikleiki, að jeg get ekki gleymt því, að maðurir.n, sem verst hefir leikið mig, er þrátt fyrir alt faðir minn. Mjer finst ómögu- legt að trúa öðru en einhver leið hljóti að finnast til að opna augu hans fyrir ódáðaverki sínu, einhver leið til að vekja góðar tilfinn- ingar í lijarta hans, og þá mundi jeg glaður

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.