Trú - 01.10.1904, Síða 5
T R Ú .
61
Athuganir.
Eftir biskup R. C. Horner.
Frelsuð sál gerir Guðs vilja.
*
* *
Algerlega helguð sál hefir gleði af að gera vilja Guðs.
*
* *
Vilja föðursins er sú æðsta gleði fyrir soninn að gera.
*
* *
Guðsbörn biðja, að Guðs vilji verði gerður á jörðu eins
og á himni.
*
* *
Börn Guðs vilja heldur deyja, heldur en að gera ekki
vilja Guðs.
*
* *
Alt sannkristið fólk verður að hafa þá elsku og trú í
sínu hjarta, eins og Daníel hafði, svo að það ekki saurgi
sitt hjarta.
•1:
4-' *
Guðs börn eru góðgjörn og lítalaus, því þau leiðast af
þeim heilaga anda í allan sannleika, eins og hann er í Drottni
sjálfum.
*
* *
Hin sönnu guðsbörn eru helguð í anda og sannleika, ef
þau halda þekkingunni á algerlegum heilagleika.
*
* *
Þeir menn, sem eru algerlega helgaðir. hafa aldtei neinn
illan tilgang í sínu hjarta. Þeir hafa þá himnesku gleði ó-
bifanlega.
*
* *
Þeir menn, sem ekki eru helgaðir, finna til þeirrar vondu
og hræðilegu afleiðingar af rót syndarinnar í hjarta sínu, þeg-
ar þeir verða fyrir stórum árásum af heiminum og djöflinum,
og skilja þá hvert er tilefni reiðinnar; þeir hinir sömu vita,
að þeir hafa synd í sínu hjarta, og þurfa því að helgast al-
geilega.