Trú - 01.10.1904, Side 6

Trú - 01.10.1904, Side 6
Ó2 T R Ú. Það kristið fólk, sem finnur og heldur þekkingunni um algerlegan heilagleika, vill koma með einlægu hjarta að fótum Jesú Krists. Það er það heilaga líferni, sem færir heilar þjóð- ir að fótum Jesú Krists. * * * Heilagir menn eru þektir af öllum á þeim stað, sem þeir búa í; þeir eru lifandi bréf, lesin og þekt af öllum. Þeir koma fólki úr bygðarlagi sem þeir búa í til sannfæringar á öllu ranglæti, og svo Hka til að hafa það undirbúið undir stórar frelsissamkomur. * * # Þeir menn, sem eru frelsaðir, finna þörf fyrir algerlega bætandi og friðþægjandi kraft Jesú krists dýrmæta blóðs. Því Jesú Krists blóð þarf að streyma æfinlega yfir þeirra hjörtu, til að halda þeim hreinum, en sá maður, sem er al- gerlega helgaður, hefur ' fengið allan bata og verðleik af Jesú Krists dýrmæta blóði, æfinlega. Dýrð sé Jesú Kristi. Blóð Jesú Krists er ein laug, sem öll guðsbörn verða að laugast í, svo þau hreinsist frá öllum sínum syndum, og verði hreinni og hvítari en snjór. Það hefur þann undrunarlega kraft, til að þvo þann harðasta depil eða blett, sem syndin hefur sett á manninn. Fyrirgefning og sakleysi. I. Sérhver maður verður fyrst að viðurkenna afbrot sín, áður en hann getur fengið fyrirgefningu á þeim, og all- ur óhreinleiki hjartans verður að viðurkennast, ef maður vill verða frelsaður frá honum, og maður vill finna náð hjá Jesú kristi. Hann verður Hka að finna, að hann sé glataður syndari, ef hann á að geta haft hreint hjarta. Maðurinn verður bæði að vita og finna út> að hann hef- ur leyfi til að koma fram fyrir Guð í þeim tilgangi, að verða algerlega helgaður.

x

Trú

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.