Trú - 01.10.1904, Blaðsíða 2
58
T R Ú .
Draumur.
(Niðurl.). Svo eru ennfremur allar ykkar óafvitanlegu syndir,
sem þið verðið að standa reikningsskap fyrir, en hver sá, sem af
hjarta viðurkennir sínar syndir, og biður í einlægni fyrirgefn-
ingar á þeim, sá er minn vinur, sem eg lauga og hreinsa frá
öllti ranglæti. Mér fannst eins og eg ætla að örmagnast, áf
þessari sýn, en orð hans voru svo mild og blíð, að eg dirfð-
ist að líta upp. Mér þótti hann þá líta til mín og segja:
„Þú hefir nú fengið að líta alla þessa fyrirburði og sjónir í
því skyni, að þú átt að opinbera það alt saman og engu
leyna. Ennfremur skaltu líta upp og sjá sýn“.
Eg leit upp, og sá himininn settan með nokkrum sólum,
sem alt í einu urðu að svörtum kringlum, og segir hann þá:
„Þetta eru sólir þeirra, sem formyrkvast í dauðanum. Nú er
Islands þjóð að falla, og ekki helmingur, sem á mig trúir,
enda þó að þjónar mínir vaki yfir henni dag og nótt. En
vegna þess, að foreldrar þínir og börn þín biðja fyrir þér og
þínum, hefur þú fengið að sjá þetta, til að opinbera það, og
skal eg nú ennfremur sýna þér ættstofn þinn. „Líttu upp!“
Eg þóttist þá líta upp, og sjá hinsvegar laugarinnar dýrðleg-
an sal opinn, og mikinn skara af englum. Gekk þá fram
faðir minn og móðir, og sögðu: „Nú þekkir þú okkur eklci".
„Eg þekki málróminn", þóttist eg segja, og þekti eg þar marga
mína frændur af málrómnum, en ekki öðru. „Mikið má frels-
ari vor líða, vegna þess að ættingjar vorir, ásamt þjóðinni,
ekki vilja á hann trúa", segja foreldrar mínir. Þjóðin slær
mörgu á frest, sem hún ekki má; meðal annars þóttist eg
þar þekkja á málrómnum Rósinkar sál. frænda minn, sem
sagði: „Ó, hvað eg er nú sæll, að vera í þessum unaði, því
engum þeirra, sem á jörðu búa, getur látið sér slíkt f hug
koma, því hér er gleði yfir öllu, nenia syndinni". í því bili
hófst söngur, svo hann mátti ekki meira mæla. En sá hinn
dýrðlegi maður, sem eg hélt vera frelsara minn Jesúm Krist,
var að lauga margt af því fólki, sem á undan mér var komið
upp úr lauginni, sem eg hafði áður séð. Þótti mér hann
segja: „Ekki getur þú laugast nú, því syndaæfi þin er ekki
á enda. En vertu glöð, og opinberaðu þetta allt bráðum