Trú - 01.10.1904, Side 8
64
T R Ú .
ortið væri svo þungt, sem eg væri með, en hann sagði að
hann yrði að brúka suma áf þeim, og svo þyrfti að leita eft-
ir sumum af þeim, og þegar það væri búið þá yrði það of
seint fyrir mig að leggja á hciðina, en hann sagði að eg gæti
farið snemma á morgun, svo eg lét tilleiðast og fékk eg fult
loforð fyrir hestum og fylgdarmanni upp á miðja heiðina fyrir
sanngjarna borgun og hann sagði að eg gæti fengið það ef
•eg biði til morguns, svo eg var kyr það sem eftir var af
deginum, og hvíldi mig þangað til búið var að borða mið-
dagsverð, og stytti eg mér stundir með því að færa honum
smá heykapla upp í tóftina, sem hann var að láta í, og töl-
uðum við bæði um andleg og veraldleg efni, sem eg man
ekki orðrétt nú, og vil þessvegna ekki segja meira um það.
En að morgni hins 19., þegar við komum á fætur, hafði
verið svarta þoka, en þá var farið að birta til, en eg sá, að
á heiðinni var þoka, sem þó var að hverfa sem óðast. Við
flýttum okkur af stað, því að veðrið var bjart og fallegt.
Eftir fyrsta áfangann hvíldum við hestana hjá svo nefndu sælu-
húsi, og meðan hestarnir hvíldu sig, fórum við, fylgdarmað-
urinn og eg, að skoða þetta svo nefnda „sæluhús". Var það
nokkuð stórt, með járnþaki, og að mestu nýlegt, því að það
hafði nýskeð verið byggt upp að nýju. Svo fórum við þar yfir
ána á hina löngu Holtavörðuheiði, sem mér fanstvera fyrir gang-
andi mann of þreytusöm og löng. Við riðum yfir ár, og
héldum upp eftir veginum; en þegar við vorum komnir næst-
um upp á miðja heiði, þá sáum við álftir á vötnunum, sem
höfðu unga, og svo sáum við Hka dálítið af rjúpum með ung-
ana með sér.
En húsbóndi samferðamanns míns sagði, að hann mætti
fara með mér yfir á hól einn, sem heitir tjaldhóll, þvf að þá
væri farið að halla töluvert undan fæti. En þegar við vorum
komnir upp á há-heiðina, þá sáum við nokkra hesta, sem
höfðu strokið einhversstaðar frá. Við skildum á þessum til-
tekna stað. Þá fór hann til baka, og eg lagði koffortið á
herðar mér. Og svo hélt eg áfram. Eg reyndi að flýta mér
allt hvað eg gat, en seint þótti mér það ganga, að ná til bæja.
(Framh.).
I
J
Prentuð í prentsmiðju Þjóðólfs 1904.