Trú - 01.08.1905, Síða 6

Trú - 01.08.1905, Síða 6
46 T R Ú. Og einmitt í réttvfsinni og trú á Drottinn, er hin eina sanna gleði innifalin, því án hans megnum vér ekkert. Mundu því, kæri vin, hvar hina sönnu gleði er að finna. Heiðingjadrengurinn. Saga. Kar litli var heiðingi, eins og sagt er í fyrirsögninni. Hann var svartur á hörund og augun mjallahvít. Hann var io ára, þegar nokkrir trúboðar komu þar í landið. Hann hafði enga hugmynd um hverjir þetta voru, og ekki heldur hvaðan þeir komu eða hvert þeir ætluðu. Hann hugsaði ekki um annað en að spyrja þá um alt mögulegt. Eftir að þetta fólk hafði komið þangað, fór það einn góðan dag upp í miðjan bæinn og tók til að syngja. En Kar litla þótti mjög gaman að söng, og færði sig nær og nær þessu fólki til að heyra betur sönginn. En alt í einu hljóp hann á stað sem pílu hefði verið skotið. Eftir dálitla stund kom hann aftur, og hafði með sér tvo af beztu vinum sínum, sem hétu: Sotoh og Nyx. Þetta voru alt illa útlft- andi drengir, og það lýsti sér á andlitum þeirra, hvernig þeir mundu vera, því þeir voru svo vondir, sem mest mátti hugsa. En þegar hinir einkennilegu trúboðar, sem drengjunum þótti vera, enduðu sinn söng, féllu þeir með það sama á kné og fóru að biðja til síns Guðs, sem heiðingjarnir ekki þektu. Heiðingjarnir sögðu þá, að þessir menn hefðu fallið á kné sfn og farið að tilbiðja öldungis ekki neitt. En þessir þrír drengir, og jafnvel allur mannfjöldinn, sem var kominn í kring- um þá, horfði með mestu undrun á þá. Og eptir að þeir höfðu beðið og sungið, þá töluðu nokkrir af þeim, og þeir fóru að segja frá miklum Guði, sem hafði skapað himinn og jörð og alla hluti, sem á jörðinni eru, og þeir útskýrðu þetta svo vel, sem þeim var unt á heiðingjanna tungumáli, og báðu alla sem heyrðu, að tilbiðja þennan eina sanna Guð almátt- ugan. En svo sýndist, sem það hefði ekki verið sagt nógu ljóst, eða var það alt of einfaldlega sagt til þeirraf En hvort heldur sem verið hefur, þá var það auðséð, að þeir skyldu það ekki, því þeir gerðu ekki annað en að hrista höfuðin.

x

Trú

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.