Stjarnan - 01.01.1898, Qupperneq 45
—13—
Stafirnir skulu greyptir til beggja enda inn í
hringina báða, að ofan og neðan, þatmig, að hér-
umbil helmingur hringjanna sé fyrir utan ytri
kant stafanna. Innan í livert horn skal neglt 12
þuml. breitt borð, upp og ofan, og svo fylt bak við
það með sagi eða sandi til þess að þvi síður gefi
lopt um horninin, þétt við hvert horn beggja riiegin
þurfa að vera stafir til þess að negla borðin á, svo
að hornin gefi sig ekki í sundur.
Þetta byrgi skal ávalt fylt að ofan frá, en eklq
inn um dyr. En vilji maður hafa dyr á því til
þess að taka heyið (e. hv. a.) út um, — og það er
nauðsynlegt að hafa þær,— þá er bezt að haf'a
hlera á björum, sem sé færanlegur frá einum stað
á annan á byggingunni, og falli milli hverra 2
stafa. Þessi hleri skal svo færður frá einurn dyr.
um til annara niður eptir byggingunni, eptir því
sem lækkar í henni, i stað annars hlera sem þá
færist í hins stað, en sem er þétt feldur og n ígld-
nr eða skrúfaðuð í svo að loptþétt sé, bezt er að
hlerar þessir séu ekki ailir milli sömu tveggja
stafanna, heldur víðar á sömu hliðinni, og einn
hlera að eins á sömu hæð.
Úr þessu byrgi skal heyið (e. hv. a.) ávalt
tekið ofan frá, og sett út um hinar áður nefndu
dyr, og ávalt tekið sem jafnast ofan af öllu yfir-
borðinu að unt er í hvert sinn. Nauðsynlegt er að
vatn komist ekki á nokkurn h; tt að hinu kasaða
fóðri. Fóðrið skal sett í byrgið alveg óþurkað,