Stjarnan - 01.01.1898, Blaðsíða 85
—75—
í mörg-um flokkum, um tiltölulega ómerkileg stjórn-
mála-spursmái, upp á óvissann árangur, til ávinn-
ings. fyrir fáeina menn, er synd, sem valdið getur
glötun þjóðarinnar í keild sinni.
Sú stjórn sem veitir fé á báðar kendur til ó-
vissra “kókmentalegra” fyrirtækja og óþarfra
embætta o. þ. k.; en sýnir enga alvöru í að koma
lífs-nauðsynlegustu atvinnuvegum þjóðarinnar f
viðunanlegt og bjargvænlegt horf, vitandi að þjóð-
in er að hníga undir gjaldabyrðunum, og vitandi
að framleiðsla auðsins af jörðinni (og hafinu), er
grundvöllur ailrar velmegunar hjá öllum stéttum
þjóðfélagsins. Sú stjórn er eins og húsfaðirinn sem
lifir hversdaglega í dýrindis fagnaði og vellysting-
um, með sínum nánustu, meðan einn peningur
hrekkur, en sveltir og þrælkar vinnufólkið sem
mest má verða, svo að það neyðist til að flýja úr
vistinni við allra fyrsta tækifæri, upp á alla óvissu
urn hvað við tekur.
Alt sem verðgildi hefir í heiminum, eru afurðir
af vinnu, þess veona eiga allir sem nennaað vinna
að hafa nóg til lífsframfærslu.
Að verkafóik lýður skort, er því að kenna
röngu lögstjórnar- og viðskipta-fyrirkomulagi, og
röngum drottnandi, “framíara-stefnum” þjóðanna.
fata- álnavöru og skóbúðinni Cheapside.