Ungi hermaðurinn - 15.11.1909, Side 3

Ungi hermaðurinn - 15.11.1909, Side 3
Ungi hermaðurinn. 83 fuglunum, og tii að skoða skrúðvöxt skógarins. En hann vanrækti aldrei neinar skyldur; hann hvorki lítilsvirti nó afrækti starf sitt. Hann var enginn gáskafullur æringi; alt sem hann gjörði, það gjörði hann vel og eftir ’oeztu föng- um; enda er það ávalt einkenni sannr- ar helgunar hjartans. Flestir skifta því starfi, sem fyrir kemur í heiminum, í tvent, er þeir svo nefna hið andiega og tímanlega starf. Prédikanir, bænaiðja, lestur Guðs orðs, kristileg samkomuhöld o. fl. þess háttar, álíta þeir andlegt starf, en að þvo, byggja hús, smíða skó, lesa lög og læku isfræði, vinna í námum eða verksmiðjum eða á skipum og annað þess háttar kalla þeir tímanlegt starf. En hvers vegna gjöra menn þessa skiftingu? Það er ekki verkið sjálft, heldur er það hjartað og tilgangurinn, sem Guð lítur á. Sá Hjálpræðisherfor- ingi eða prestur eða trúboði, sem vinu- ur að eins vegna þeirra launa, sem hann fær, eða fyrir þjóðfólagslega hagsmuna- semi, eða fyrir þau tækifæri sem bjóð- ast til að koma sjálfum sór í álit, — hann hefir veraldlegt hjarta og gjörir því sitt starf veraldlegt. En bóndinn, málfærslumaðurinn, þvottakonan, elda- buskan, skósmiðurinn eða námumaður- inn og hraSritarinn, sem vinna verk sín með Guði helguðu hjarta og í trú á hann og framkvæma alt sitt starf með trúmensku frammi fyrir Guði og mönn- um, — þau gjöra sitt starf heilagt. ÞaS var sá tími, að menn reistu sjálf- ir hús sín, gerðu sína eigin skó, kliptu sína eigin sauði, og maðurinn fekk hús- freyjunni ullina, sem hún svo litaði, spann og gerði úr voðir og dúka til heimilisþarfa. Hann aflaði korns, ól húsdýr og aflaði þannig fæðu, og þann- ig lifSu þau af ávexti vinnu sinnar, óháð umheiminum. En tfmarnir hafa breyzt. Mannfólagið er nú eitt samfelt líffærakerfi, sem í eru ótal mismunandi viSfangsefni, svo að menn eru knúðir til að skifta hinu margvíslega starfi milli sfn. GuS vill, að sórhver só trúr í sín- um verkahring, hvar sem hann er sett- ur, og ræki sitt starf og sína köllun á heiðarlegan hátt, eins og Jesús sjálfur mundi hafa gjört. Þýzk fátæk kona í Massachusetts var vön að segja: Eg er fyrir Guðs náð þvottakona og trúboði. Hún gekk í hús auðmannanna til að þvo og gjöra hreint, og hún vitnaði um Jesú allstað- ar þar sem hún kom. Hún vann með höndunum til að standast útgjöld sín, og hún pródikaði um Jesú; en hún vann öll verk meS trúmensku, því hún vissi, að þá mundu orð hennar bera blessun- fyllri ávexti. Það var reynt aS koma Páli í fangelsi í Damaskus, eftir að hann snerist til kristinnar trúar. En vinir hans komu honum undan meS því að láta hann í körfu, sem svo var látin út um glugga og látin síga út fyrir múrana og á þann hátt slapp hann undan ofsóknunum. Einhver hefir getið þess, að sennilegt só, að einhver hinna kristnu f borginni hafi búið til reipi það, sem karfan var látin síga í, og af því að það var trú- lega gert, varð það Páli til bjargar, í stað þess að hefði reipiS verið sviksam- lega unnið, þá var líf hans í veði. Vór vitum ekki hvert starf vort Guð hefir ætlað sór að nota, til framkvæmd- ar sinni áætlun í þarfir mannanna. Látum því alt, sem vór gjörum, vera unnið með trúmensku. Guð er gjörandinn, en vór erum verk* [Frh. á bls. 86]

x

Ungi hermaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.