Ungi hermaðurinn - 15.11.1909, Qupperneq 8
88
Ungl hermaSurinn.
ir af uólbruna, og alt ætlaði að eyðast
af vatnsskorti. Menn voru órólegir og
vissu ekki hvað gera skyldi. Einn sunnu
dag á undan pródikun bað kona ein um
regn. Kona ein, sem hafði heyrt bæna
gjörðina, sagði frá þessu 23 árum síðar,
og að þetta væri sér í jafnfersku minni
eins og það hefði skeð í gær. Finney
tjáði Guði yfiivofandi neyð fólksins, eins
og þegar maður taiar við mann. Meðal
annars sagði hann : Vér dirfumst ekki
að skrifa þór hvað oss vanhagar um,
en þú hefir sjálfur sagt, að vór gæt-
um og mættum koma til þín eins og
börn til föður síns og tjá þór hvað oss
vantar: Oss vantar regn ; búpeningur
vor er þurr og gengur emjandi alt í
kring og leitar að vatni; og sama er
um trón í skóginum, þau vanþrífast af
þessari sömu vöntun. Ef þú sendir oss
ekki regn mun allur fónaður vor falia,
þar sem vór höfum ekkert hey handa
bonum í vetur, og uppskera vor alger-
lega mishepnast. Ó, herra! send oss
regn og send oss það nú þegar! Þó
vór sjáum engin merki þess, þá vitum
vór þó, að þér er það hægt; sendu oss
það nú þegar! Fyrir Jesú Krists skuld,
— ó, heira Guð, send oss regn. —
Og hann sendi regn. Áður en guðs-
þjónustan var hálfnuð, var komið það
steypiregn, að það buldi svo á húsþak-
inu, að naumast heyrðist til þess, sem
pródikaði. Og með tárin í augunum
af undrun, gleði og þakklátssemi söng
fólkið:
Nær skoðum vór Drottins vfsdómsverk
og velgjörðanna fans
vor lifnar hjartans löngun sterk
að lofa nafnið hans.
Finney tók Guðs orð eins og þau
höfðu verið töluð, og dirfðist því að
biðja um sína og anuara sameiginlegar
nauðsynjar. Hann var vanur að segja:
Ó, minn Guð! eg voua að þú sjáir, að eg
get ekki verið gerður afturreka.
Margir menn biðja um að fá óskir
sínar uppfyltar, en Jakob segir oss, að
þoir fái ekki óskir sínar uppfyltar, af
því að þeir biðji um óþarfa hluti, svo
þeir geti sóað þeim í bílífi.
Þeir óska að öðlast þessa hluti í eigin-
gjörnum tilgangi.
Frh.
ForlagsbókaYerzlanin
hefir margar ágætar og fróðlegar bækur
til sölu.
Atvinnnskrifstofa
Hjálpræðishersins, Kirkjust. 2, leitast
við að veita vinnulausum mönnum at-
vinnu um skemmri eða lengri tíma.
Vinnuveitendur sem þurfa verkamenn
eru beðnir að snua sór til skrifstofunnar
er ætíð getur vísað á vinnulausa verka-
menn.
Hey og hesthús
fæst fyrir 2 hesta í vetur. Hestuuum
gefin taða og hafrahey.
Reiðhestar og vagnhestar til leigu.
Vinnuvagnar til leigu.
Alls konar akstur framkvæmdur.
Talsími 203.
Útg. og ábm. Hj. Hansen adjutant.
Greinarnar þýddar af S. E.
ísafoldarprentsmiðja.