Ungi hermaðurinn - 15.11.1909, Side 4
84
Ungl hermaðurlnn.
Myndin a 1. síðu
synir oss þegar Jersabil, hinni illu drotn-
ingu, var kastaS fyrir bundana, lesið:
2. Kgbók, 9. kap.
Hvað er hetja?
(Þýtt úr Ameriku Herópinu.)
Okumaður nokkur, að nafni Haraldur
Stern, 38 ára að aldri, kvœntur barna-
maður í borginni Nýju Jórvik, var ein-
hverju sinni að lýsa því fyrir konu
sinni og börnum hvert þjóðarböl það
hefði verið að missa Mac Kinley forseta,
og sagði að lokum: Mac Kinley forseti
var hetja.
Litill drenghnokki, sem hann átti,
spurði þegar: Hvað er hetja, pabbi ?
Faðirinn svaraði: Það skal eg segja
þór, Milton. Sá maður er hetja, sem
leggur fúslega lif sitt í sölurnar fyrir
aðra. Mac Kinley var hetja, af því að
hann var fús að fórna lífi sínu. Ert
þú hetja, pabbi? spurði drengurinn. Nei,
svaraði Stern brosandi, eg er engin hetja,
— að eins ökumaður.
Allan íyrri part dagsins var Haraldur
Stern önnum kafinn að hirða um hesta
BÍna og aktygi, og um miðdegið, er hann
ætlaði heim til sín, lá leið hans fram
hjá skólanum, sem sonur hans gekk í,
þá hittist svo á, að börnin eru að ryðj-
ast út úr skólanum, en í sama bili sér
Stern hvar 2 hestar, sem fælst hafa,
koma þjótandi upp eftir strætinu og
stefna á barnahópinn. Einbeittur hleyp-
ur hann milli barnanna og hestanna,
grípur í taumana og tókst með því að
stóðva svo hlaup hestanna, að börnin
fengu ráðrúm til að forða sór, en að
fáum augnablikum liðnum varð hann
undir einu vagnhjólinu og marðist til
bana. '
Haraldur Stern var ekki einungis öku-
maður, heldur hetja.
Enginn getur auðsýnt meiri kærleika
en þann, að láta líf sitt fyrir aðra.
Um að sjá stjörnurnar.
Þegar eg var ungur, var það einu
sinni, að maður einn, er var að grafa
djúpan brunn, spurði mig: Viltu koma
með mér ofan í brunninn og sjá stjörn-
urnar? Það er ókleift, svaraði eg hlægj-
andi, að sjá stjörnur í glaða sólskini,
því þetta var um hábjartan dag.
Jú það má sjá þær eigi að síður,
sagði hann, og sfðan tók hann mig með
sór ofan í brunninn. Þegar við komum
niður var þar koldimt, svo að eg varð
hálfhræddur. En þá sagði hann við
mig: Líttu nú kringum þig og vittu
hvort þú sórð ekki stjörnuruar. Eg leit
kringum mig og sá alstirndan himininn
eins og eg hafði séð oft á kvöldin.
Svo er oft, að vór mennirnir sjáum
eigi allar þær stjörnur, sem heita Guðs
náðar fyrirheit, af þvf að hamingjusólin
skín svo glaðlega og dagarnir eru bjart-
ir. En þegar Guð sökkvir oss niður í
djúp sorgarinnar, þá sjáum vór allar
þær stjörnur, sem vór gátum ekki sóð
áður. Það eru margir menn, sera þá
fyrst þekkja hina himnesku hluti, er
þeir koma niður í þetta djúp.
Boðskapur litlu stúlkuunar.
Haustkvöld eitt stóð ungur maður
elnn upp við kirkjugarðsvegg og hall-
aði sór upp að honum. Hann var mag-
ur og fölleitur og þjáðist af brjóstveiki,
og hann vissi að inuan skamms myndi
hann grafinn í garði þessum.