Ungi hermaðurinn - 01.07.1920, Side 2

Ungi hermaðurinn - 01.07.1920, Side 2
50 Ungl hermaSurlnn. Barátfa Jakobs. En Jakob varð einn eftir, og maður nokkur glímdi við hann þangað til dagaði. Og sem hann sá, að hann gat ekki felt hann, snart hann hans mjaðmarskál, og Jakobs mjöðm skektist í liði, i þvi hann glímdi við hann; og hann sagði við hann: »Sleptu mér, nú dagar.« Og hann svar- aði: »Eg sleppi þér ekki nema þú blessir mig.« Og hann sagði: »Hverternafn þitt?« Hann svafl- aði: »Jakob«. ög hinn 'sagði: »Nafn þitt skal ekki lengur vera Jakob, heldur ísrael; því þú hefir glímt vjð Guð og menn og feng- ið sigur.« Og Jakob spurði og mælti: »Segðu mérþónafn þitt!« Og hann svaraði: »Hvers vegna spyr þú að mínu nafni?« Og hann blessaði hann þar. Og Jakob nefndi þenna stað Pníel (Guðs auglit), »því séð heíl eg Guð ber- sýnilega, og líf mitt er frelsað.« (1. Móaeb. 32. kap. 24.-30. v.). Það er harla breytileg lífssaga, sem vér lærura að þekkja, er vér lesum lífssögu Jakobs, ætt- föður Í8raelsþjóðarinnar. En at- hugum þá líka, hve mikið vér getum lært af henni. Þegar vér höfum athugað dæmisögu þessa, þá getum vér svo vel skilið, hverja þýðingu þessi barátta hafði fyrir Jakob og alt hans lif. Þessi barátta við Guð og menn kom Jakobi ekki óvænt; oft hafði hann fundið á útlegðar- tímanum, að fyr eða síðar dragi að reikningsskilum milli hans og Esaús, því lengi hafði missætti verið milli þeirra. Nú hafði hann dvalið mörg ár i hinu ókunna landi; tímarnir höfðu verið mjög breytilegir, en þrátt fyrir allan ófullkom- leika Jakobs hafði þó Guð aldrei yfirgefið hann — og það er hið bezta fyrir hvern og einn — því Biblían gefur oss svo fagra lýs- ingu á því, hvernig bæði hans eigið starf og starf húsbænda hans blessaðist fyrir hann, því hvað segir Laban: »Fyrir ]ng hefi eg hlotið blessun Guðs.« Já, það er gott, að fá svo fagr- an vitnisburð af vörum húsbónda síns. —■ En árin liðu og Jakob varð ríkur — rikur af jarðnesk- um fjármunum, og sjálfsagt líka af andlegri reynslu, en svo var það þá hin gamla synd — það, að hann hafði sagt hiuum aldr- aða, blinda föður sínum ósatt, og blekkingin gagnvart bróður hans. Mörgum kann að virðast þetta vera mjög lítilfjörlegt — að eins dálítil ósannsögli, hann átti auð- vitað frumburðarréttinn. Esaú hafði selt honum hann, og Guð hafði gefið honum fyrirheit um hann. En Jakob vildi nú vera með

x

Ungi hermaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.