Ungi hermaðurinn - 01.07.1920, Side 6

Ungi hermaðurinn - 01.07.1920, Side 6
54 DngÍ hermaðurinn. Liljan. Unghefðarmey,auðug ogmikils- metin, fann ekki þann frið kjart- ans, eem hún þráði, meðal auð- æfa og vina, en þegar hún sneri sér til Jesú Krists, þá höndlaði hún þá hvíld, sem frelsarinn einn megnar að veita mönnunum, og tók undir eins til starfa i víngarði Drottins. Ilún gekk til fangelsanna og vitnaði fyrir föngunum um kærleika Krists. Eitt sinn þegar hún ætlaði af stað, bauð hún garðyrkjumanni sínum að slíta upp nokkur blóm hauda sér, til ferðarinnar. Hún sá að hann sneiddi hjá hvítri lilju og vildi ekki slíta upp hið fagra'blóm. Hún bauð honum að taka það með. Hann svarar: »Viljið þér ekki eiga það sjálf ?« »Nei«, svar- aði stúlkan. »Eg hefi þörf fyrir það núna.« Hún tók liljuna með sér. Þegar hún kom í fangelsið, útbýtti hún blómunum. »Hefi eg nú séð alla fangana?* spurði hún fangavörðinn. »Nei, það er enn þá ein kona, sem þér getið varla talað við; orðbragð hennar er svo óttalegt, að yður mundi blöskra að hlusta á hana.« »Það er hún, sem hefir mesta þörf fyrir komu mína,« svaraði stúlkan. »Eg hefi enn eftir langfegursta blómið af þeim, sem eg hafði meðferðís. Viljið þér vísa mér til henuar?* Þegar fanginn sá stúlkuna, jós hún yfir hana formælingura. Stúlkan svaraði með því að leggja hið fagra blóm hjá henni og gekk út; en þá heyrði hún fangann hrópa: »Mamma! mamma! Næstu viku kom stúlkan aftur í fangelsið og fangavörðurinn mætir henni og segir: »Konan, sem þér sáuð síðast, hefir altaf verið að apyrja eftir yður. Eg hefi aldrei séð slíka breytingu á nokkrum mauni * Brátt voru þær tvær einar. Fanginn hallaði höfði sínu grátandi upp að brjósti stúlkunnar, og sagði henni alla sína sorglegu sögu. »Lilja° þessi er alveg eins og lilja, sem spratt við húsdyr mínar heima a Skotlandi og það var uppáhaldsblómið hennar mömmu minnar. Hún var guðelskandi, eins og faðir minn, en eg særði hjörtu þeirra moð minni óguðlegu breytni, og fór svo hingað til Ameríku. Er nokkui von fyrir mig? Er nokkur miskunn til fyrir mig stórsynduga.«

x

Ungi hermaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.