Ungi hermaðurinn - 01.08.1929, Side 2

Ungi hermaðurinn - 01.08.1929, Side 2
58 Ungi hermaðurinn LJÓNIÐ OG VINUR ÞESS. í dýragarði Parísarborgar gafst mönnum eitt sinn kostur á að sjá það sjaldgæfa fyrirbrigði, að fullvaxið ljón og lítill hundur bjuggu saman í ást og eindrægni. Bæði þessi dýr, sem höfð voru í sama búri, voru jafnaldrar og uppalin saman frá því þau voru smá hvolpar. Og þrátt fyrir geysi- legan stærðarmun og gjörólíkar eðlishneigðir umgengust þau hvort annað sem algjörir jafningjar væri. Þau sýndu jafnvel hvort öðru innileg vinahót; og því fór svo fjarri að hundurinn tortrygði vin sinn, að þegar þeir Ijeku sjer saman, þá glepsaði hann opt í eyru ljónsins og togaði i þau af öllum mætti. Ljónið bauð þessum fjelaga sínum oft til leiks á þann hátt, að það lagðist á bakið og greip hjeppa, með mestu varúð, með framlöppunum. Það var svo að sjá, sem því væri það ljóst, að hin minsta óvarkárni í hreyfing- um þess, gæti haft alvarlegar af- leiðingar fyrir vininn. Hvorki áhorfendur nje neitt annað, er fyrir augu ljónsins bar, gat gint það til að yfirgefa þenn- an fjelaga sinn. Þegar það tók á sig náðir, hvíldi það ætíð fast við hlið fjelaga síns, og jafnskjótt og það brá blundi skygndist það straks um eftir leikbróðurnum. Það eina, sem um stundarsakir sleit innilegum samvistum þessara dýra, voru máltíðirnar. Þá fjar- lægðust þau hvort annað til þess, hvort um sig, að njóta matar síns í næði; og þá dirfðist hvorugt þeirra að snerta mældan máls- verð hins — jafnvel ekki að gjóta þangað gletnisfullu hornauga. Af óvarkárni dýravarðarins fjell eitt sinn kjötið, sem ljóninu var ætlað, rjett við trýni hundsins, en maturinn, sem hundinum var ætlaður, hraut að fótuin ljónsins. Ljónið snerist samstundis að fje- laga sínum til þess að taka sitt ákvarðaða kjötstykki, en hundur- inn, sem nú leit á kjötið sem sína löglegu eign, hafnaði öllum skiftum, en bjóst óhræddur að verja hlut sinn fyrir Ijóninu og fitjaði urrandi upp á trýnið, og þá fyrst, er hann hafði jetið nægju sína af kjötiáu, leyfði hann ljón- inu að jeta afganginn. Af framferði dýranna yfirleitt var það augljóst, að þótt vinsemd hundsins við fjelaga hans væri einlæg, þá var þó vinátta ljóns- ins djúptækari .og .innilegri. Ljón- ið átti aðeins þennan eina vin, en hundurinn átti fleiri vini. Hann tók fúslega móti kjassi áhorfend- anna, og í hvert sinn, er dýra- vörðurinn nálgaðist búrið, fagnaði hjeppi honum einlæglega.

x

Ungi hermaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.