Nýja Ísland - 01.01.1904, Blaðsíða 6

Nýja Ísland - 01.01.1904, Blaðsíða 6
2 kasta heyinu inn til hestanna, og tróðu þeir mest af því niður. í hinum þremur stíunnm, sem voru mjórri, hefði hestun- um getað liðið þolanlega, ef þar hefði ekki verið of þröngt ura þá, en það var galli og hann mikill, því þótt hestarnir hefðu allir verið gæflr eins og lömb, gátu þeir þó ekki rúmast við girðingarnar eða garðana. Þegar svo sumir hestarnir, eins og vant er að vera, voru geðstirðir. að upplagi, þá mýktist ekki skap þeirra við sult og þorsta og önnur óþægindi, er þeir urðu að líða, og vörnuðu þeir því hinum meiniausari og máttar minni að komast að heyinu þegar gefið var. í garðanum, ef svo verður kallað, var vatnstunna og fötur til að vatna hestunum með; datt mér í hug að bjóða hestunum vatn, ef vatn skyldi kalla, því það var æði grugg- ugt. Þegar ég kom með fötuna var eins og augun ætiuðu út úr skepnunum; þeir teygðu höfuðin fram til að ná í fötuna, en flestir kiptu því jafnskjótt upp úr aftur eins og þeir hefðu rekið snoppuna í eld. Þó vatnið væri óhreint, varð mér það fyr- ir, að bragða á því og fann eg fljótt að það var sjór. Eg sagði þeim Mr. Caine og dr. Jóni Stefánssyni frá þessu, og fóru þeir þegar til skipstjóra og kærðu fyrir honum meðferðina á hestunum, og fengu þeir eftir það vatn, þótt af skornum skamti væri, bæði með það og hey, þegar á leið ferðina, og stafaði það mest af of langii töf á Færeyjum. Það er ekki undarlegt þótt íslenzku hestarnir líti illa út eftir slika ferð, sem þessa, já, og oft miklu verri eins og gefur að skilja þegar ÍUviðri ganga, Þeir eru strengdir upp í hrygg, úfnir og þreytulegir eins og tvítug- ir, út-taugaðir húðarklárar. Þeir eru sannarlega ekki útgengileg vara þegar þeir koma af skipsfjöl og er víst á fáu meiri þörf, en að þessum útsendingum á hest- um væri breytt til batnaðar sem allra fyrst, bæði vegna skepnanna sjálfra og hagnaðar þess, er seljendurnir gætu haft, ef meðferðin væri betri . . . .“ „. . . Vegna dimmveðurs komumst við ekki inn á Klakksvík í Færeyjum fyrri en á sunnudagsmorguninn, en áttum að vera komnir þar daginn áður. í Klakks- vík átti Vesta að taka vörur, en vegna hvíldardagsins, og máske vegna síns eig- in heilagleika, voru bæarbúar ófáaniegir til að skipa út vörunum fyr en á mánu- dag og láum við því aðgerðarlausir þar á höfninni í fulla 24 tíma til litilla þæginda fyrir þær lifandi verur, sem í skipinu voru. Þegar svo loksins vörurnar voru komnar, lagði Vesta tafarlaust á stað til Þórshafn ar; þar var staðið við í nokkra kiukku- tíma. í Þórshöfn fór eg í land af forvitni því eg hafði aldrei áður komið í höfuðborg Færeyja. Eg hugsaði til Reykjavíkur, þegar eg .sá skóginn þar, því þótt hann sé ekki mikiil, er hann þó mjög til prýðis eins og hvarvetna annarstaðar og slær svo þægilegum og unaðsrikum blæ á alt í kringum sig. Eg gekk fram á höfðann austanvert við víkina til að skoða virkið þeirra Færeyinga. í kringum það er garður, og datt mér í hug hve ótrú- lega það gæti líkst gömlum kyrkjugarði, sem sléttað hefir verið yfir. Á litlum hól skamt fyrir norðan það stóð ftrstrendur varði með grindvirki í kring. „Hver

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.