Nýja Ísland - 01.01.1904, Blaðsíða 8

Nýja Ísland - 01.01.1904, Blaðsíða 8
4 Hann tók að lesa rit hinna miklu heimspek- inga ættjarðar sinnar, einkum Rousseau (frb. Russó).4 Einkum hafði mikil áhrif á Babeuf: „ræðan um mismuninn" eftir Rousseau, sérstaklega línurnar, sem siðar hafa orðið svo frægar, en sem í þá daga var lítil athygli veitt: „Sá fyrsti, sem umgirti jarðarblett og sagði: Þetta er mín eign, er í raun og veru stofnandi hins borgara- lega sambands. Hversu marga glæpi, stríð, morð, hversu mikinn ótfa og eymd, hefði ekki orðið komið í veg fyrir hjá mann- kyninu, ef einhver hefði kollvelt girðing- unni og sagt: Varið yður á að hlusta á þennan svikara. Þér eruð glataðir, ef þér- gleymið, að ávextirnir eru eiyn allra, en jörðina á enginn.11 Babeuf las Mably,5 * * * * * sem lýsti yfir, að eignarréttur einstaklinganna væri orsök allrar óhamingju og bölvunar, og hann sökti sér niður í rit Morelly:° „Lögbók nátt- úrunnar," sem vegsamaði félagseigna-fyrir- komulagið. Hann leitaði frarn í tímann og las hin einkennilegu rit Meslier prests, sem heilli öld áður hafði riflð niður trú- arbrögðin og eignarrétt einstaklingsins. Voltaire hafði gefið út fyrri hlut bókar hans, árásina á trúarbrögðin, en varaðist 4) Jean Jacques Rousseau, f. 1712, d. 1778, frœgur franskur rithöfundur. 5) Gabriel Bonnet dc Mably (frb. Mabli) er franskur sagnfrœðingur, f. 1709, d. 1585. 9) Morelly (frb. Morelli) er franskur rithöf- undur, er var uppi á 18. öld. Hann hefir ritað mikið í heimspeki og pólitík, mætti blóðugum árásum fyrir rit sín, en spádómar hans hafa ræzt svo gersamlega, að liann er talinn sannnefndur gpámaður sinnar aldar. að gefa út siðari blutann: Árásina áeigna- réttinn. En það var einmitt sá hluti bók- arinnar, sem gagntók Babeuf. Hjarta Babeufs barðist af fögnuði, þeg- ar hann sökti sér niður í þessar göfugu hugssjónir. En hann vildi ekki láta stað- ar numið við bókalestur og framtíðar-hug- sjónirnar einar saman; hann vildi koma jafnréttinu í framkvæmd í lífinu og fá jafn- réttis-ríkið stofnað, og til þess að ná því takmarki vildi hann fara pólitísku leiðina. Hann vildi, að þjóðin risi upp og sprengdi af sér þúsund-ára-hlekkina, hún atti að semja sér stjörnarfyrirkomulag eftir geð- þótta sínum og haga félagslífinu eftir þrá hjarta síns'. Þetta er það, sem gerir Ba- beuf að hinum fyrsta „Socialista" ínútíma- merkingu, þetta og svo eitt enn þá. Mab- ly og margir aðrir höfundar, sem Babeuf las, keptu í raun og veru að fortíðinni, að því leyti, sem þeir hugsuðu sér félagslif- inu breytt í nokkurskonar sakleysisástand eins og forðum daga í paradís. Allar hug- sjónir Rousseaus snerust um að hverfa aft- ur til náttúrunnar. — Babeuf vildi eklci einungis fá jarðirnar, en einnig iðnaðinn gerðan að sameiginlegri eign; hann hugs- aði sér Frakkiand endurfætt í sósíalista- ríki, hið nýja félagslíf getið af hinu gamla, auðvitað með stjórnarbyltingu, svo sem ó- mjúku getnaðarskilyrði. Hann var hirin fysti pólitíski sósíalisti, en ekki sá, sem kom sósíalista-hugmyndinni i framkvæmd, enda gat hann ekki verið það. Þar eð Babeuf var jarðabóka-skrifari í Roye, komst hann i bréfaviðskipti við skrifarann við hið konunglega vísindafólag í Arras. Það kom til tals, að senda

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.