Nýja Ísland - 01.01.1904, Blaðsíða 5

Nýja Ísland - 01.01.1904, Blaðsíða 5
NYJA ISLAND. I. árg. Reykjavik, Janúar 1904. I. blað. Til lesenda Nýja íslands. Blaö þaö, sem hér kemur fyrir al- mennings sjónir, er ekki stórt; og þótt það sé nú orðin tízka, að amast við öll- um nýjum blöðum, þá er þó engin ástæða til að hafa horn í síðu þessa litla blaðs — ekki einu sinni fyrir útgefendur blaðanna — hvað þá aðra. Það verður svo ódýrt, að engan munar um, en vonast þó til að geta orðið þannig að efni og búningi, að það verði mörgum kærkominn gestur. Um efni blaðsins verður það eitt sagt að svo stöddu, að í því mun verða bæði alvara og gaman. í hverja átt hin al- varlega hlið blaðsins stefnir mun sýna sig á sínum tíma. Að því er gaman-hliðina snertir mun vor góðkunni Plausor láta til sin heyra, bæði í bundnu og óbundnu máli. Útkoma blaðsins fer að nokkru eftir kringumstæðunum — að líkindum kemur það út mánaðarlega þetta árið. Á Nýársdag 1904. 'f’orv. forvarðsson. Bréfkaflar frá Tömasi Snorrasyni. I. Með enska skáldinu Hall Caine, sem heimsótti oss í sumar, sigldi ungur ís- lendingur, Tómas Snorrason, realstúdent, og hefir hann dvalið hjá honum síðan og unir vel hag sínum. Þeir sigldu með Vestu seint í Septembermánuði, og hefir Tómas skrifað oss um ferð sína og setj- um vór hér nokkra kafla úr bréfi hans. „Ferðin gekk okkur nokkuð seint, því við höfðum mótvind alla leið, þó aldrei svo, að kallað yrði vont veður. Mr. Hall Caine keypti tvo hesta í Reykjavík áður en hann fór og hafði hann þá með sér. Alls voru nálægt 80 hestar á skipinu. Þegar lagt var af stað frá Vestmannaeyj- um, fór eg að líta eftir hvernig hestunum liði, sérstaklega þeim tveimur, sem við höfðum með okkur; þeir voru í neðri lest- inni og var þar liestunum hnappað sam- an í fjórar stíur; einni til hvorrar hliðar í skipinu, þi'iðju yflr þvert skip að fram- an og fjórðu að aftan; sú stían var stærst en mjög diinm. í miðjum stíunum var ferhyrnt svæði og heyinu þar troðið út að girðingunum, er þannig voru notaðar sem garði, nema í skut-stíunni, þar var borð- um slegið fyrir framan og varð því að

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.