Nýja Ísland - 01.01.1904, Blaðsíða 12

Nýja Ísland - 01.01.1904, Blaðsíða 12
8 þá hugsa þeir um færið sift, ef vaknar þorskurinn og hver af öðrum hlaðinn kæmi haffarinn á höfnina í þægu sumarleiði. Plausor. Þrettándavísur. Um áramót kemst alt á flug, því æskan vængi fær, og yngir þann um áratug, sem ellin móti hlær. Þá sprikla allir spjátrungar og spraða sig á kjól, taka sér staf í hönd, kaupa sér vindil, kveikja í honum og ganga svo í nágrannahúsin, banka ofurfínt á hurðina og segja: „Gúdag og gleði- legt njár, Takk fyrir gamlárið. Hér erum vér þá komnir á stefnumót við stúlkurnar, sem störðu’ á oss um jól“. Ja, svona’ er tíðum æskan ör og oft þá lægst er sól hún tengir saman pör og pör í pukri um sérhver jól; þau opinbera’ um áramót og eftir tísku lands koma svo piltarnir heim til unnustu sinnar á þrettándanum og segja; „Sæl og blessuð, dúf- an mín! Þakka þér nú hjartanlega fyrir jólin og njárið og alla skemtuna. Það eru þau ynd. islegustu jól, sem ég hef lifað. Nú er óg kom- inn liingað til að kalla þig, mín kæra snót, •í kvöld á grímudans. Sko! Föt hér hef eg fengið ný og falleg handa þér; þau eru reyndar ekki hlý, en á því lítið ber. Ó, blessuð farðu’ í búninginn; sem blómsturgyðja fín verðurðu elskau mín, þegar þú ert komin í hann, kjólinn þann arna, alsettan liljum og vorskrúði; og svo er hérna gríma fyrir andlitið, ég sá elcki aðra betri í gluggunum, er gekk ég inn í Grímu magazín. Og ef þér líkar ekki sá, sem eg hef valið þér, ég legg hér annan, líttu á, hann liti marga ber. Ó, blessuð reyndu búninginn; sem bóndastúlka fín, já, og langtum fallegri en stúlkurnar í sveitinni verður þú, þegar þú ert komin í þossi föt. Hérna er svo önnur gríma með langt ncf, sem hæfir betur þessum búningi. Ég gat ekki fundið aðra kyndugri á ganginum, er gekk ég inn í Grímu magazín. En væna, góða vertu stilt; þú veizt ég elska þig, og ef þú séið svo einhvern pilt, þá áttu’ að hugsa’ um mig, og vilji hann þér vera nær, þá víktu honum frá og segðu: „Kondu’ ekki nærri mér, bestið þitt. Ég er trúlofuð, opinbcraði um nýárið; kærasti minn er víst hérna á næstu grösum og verður máske alveg ær, ef öðrum sést ég hjá. Plausor. „Nýja ísland“ kostar 10 aura tölublaðið. Kemur út mánaðarlega. Útgefandi og ábyrgðarmaður: þORV. ÞORVARÐSSON, prentari Prentsmiðja Þobv. Þokvauussonab.

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.