Nýja Ísland - 01.01.1904, Blaðsíða 7

Nýja Ísland - 01.01.1904, Blaðsíða 7
e skyldi vera grafinn þarna?“ spurði eg sjálf- an mig, því ekki gat mór dottið annað í hug, en að það væri legsteinn; að minnsta kosti var svo að sjá sem hann væri myndaður eftir ferhyrndum, strýtumynduð- um legsteini. Meðan eg var að reyka þar í kring, kom til mín maður nokkur, gam- all og gráhærður; eg gaf mig á tal við hann, því mig langaði til að fræðast ofur- litið um virkið, en hafði heyrt að Færey- ingar væru stoltir af því, að fósturjörð þeirra gæti sýnt slíkt mannvirki; datt mór í hug að spyrja gamla manninn hvaða girðing þetta væri, um leið og eg benti á virkið. „Det er Fæstningen, her' er jo ikke so godt at komme“, svaraði hann með á- nægjubrosi og var auðséð að honum þótti mikið til þess korna, að ættjörð sín ætti slíkt gersemi. Benti eg honum svo á hinn einkennilega strýtumyndaða stein þar á hólnum fyrir austan, og spurði hvaða merki það væiá. „Det er Kongens Minde“, svaraði hann. Sagði hann mór síðan, að varði þessi hefði verið reistur í minningu þess, að Kristján konungur hefði einhvern tíma á öldinni sem leið komið til Þórshafnar, en það væri nú orðið svo langt síðan, að hann myndi ekki lengur hvaða ár það var. Ég sá að óg gat ekki fengið meiii upplýsingar hjá manninum, kvaddi hann þvi og fór, enda var Vesta farin að blása til burtfarar . . . Þarfir menn. [Greinarnar undir 'þeasari fyrirsögn eru að mestu laus- lega þýddar úr „Socialdemokratiots Aarhundrede", sera nú or að koma út; en þó ýmsu slept vegna rúmleysis]. I. Baheuf.1 Skírnarnafn Babeufs var FranQOÍs Noöl, en hann kallaði sig Cajus Gracchus, vegna þess að hann frá æskuárum var gagntek- inn af lýðstjórunum í Róm hinni fornu, sem ætluðu að útrýma fátæktinni með því að skifta, þjóðjörðunum á milli almúgans. Hann fæddist í St. Quentin2 hinn 23. Nóv- ember 1760 og var af fátækum kominn. Sá munur var á Babeuf og leiðtogum stjórn- arbyltingarinnar frönsku, að hann var blá- fátækur og eignalaus, þar sem hinir voru synir ríkra borgara. Ólst hann því upp í neyð og nekt við harða vinnu. Um tvítugt varð hann þjónn á óðalsbúi einu og gafst þar gott færi á að sjá mismuninn á slæpingjalífi gósseigendanna og þrælalífi bændanna. En þjónslífið var honum óbæri- legt, hann las á nóttunni til þess að menta sig og tókst að ná í lítið embætti sem skrifstofuþjónn í bænum Roye.3 í þessari stöðu kyntist hann fyrirkomu- lagi lénanna gersamlega, hann sá að léns- skjölin, afsalsbréfin og byggingarbréfin, sem hann hafði með höndum, áttu rót sína að rekja til ofbeldis ogranglætis. Og 1) Frb. Babuff, 2) St. Æuentin (frb. Seng-ICvengteng) er sinábær í fylkinu Aisne við ána Somme á Frakk- landí. 3) Roye (frb. Roa) er smábær í frakkueska fylkinu Somme.

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.