Nýja Ísland - 01.10.1904, Page 5

Nýja Ísland - 01.10.1904, Page 5
85 hvort sem það gerir vel eða illa, eða að minsta kosti þagaS, þegar miSur er. Eu hinum gömiu er ekki vægt. Þeim er sagt til syndanna hvenær sem tækifæri gefst1). Þetta verSur einna greinilegast samt núna í sumar þegar „ Alt Heidelberg" var leikið. BlöSin taka þá sem verðugir eru, þó þeir ieiki bara miðíungi vel og sumir illa2) og hrósa öllu saman. En svo er ekki t. d. minst áFriðfinn Guðjónsson8), sem eflaust lék bezt af öllum í leiknum. Hlutverkið var auðvitað ekki stórt, on það var list fyrir því. Ef menn koma inn í búðirnar hér í bænum — sumar hverjar —, þá kemur mjög greinilega í ljós hverjum augum kaupmenn- imir líta á þjónana. Það gegnir furðu, að nokkur maður skuli gefa sig til búðarstarfa. Kaupið er svo lítið hjá öllum fjöldanum, að það hlýtur að vanvirða alla stétt- ina, og svo fara húsbændurnir svo ó- virðuglega með þá í orði stundum, að maður gæti hugsað að verið væri að tala við rakka en ekki menn. Og svona er um meiri part vinnu- veitenda. Yerkamenn skoða þeir sem vinnu- dýr, sem þeir af náð sinni láta vinna hjá *) Hér mœtti undanskilja „Þjóðólf'1. Útg. *) Hvernig gátu menn t. d. hrósað Guðm. T. Hallgrímssyni ? Maðurinn var hreinasta „viðr- ini“ í leiknum. Ef maður hngsar sér tvitugan strák kjaftforan, með höfuð af sextugum mauni, þá fœr maður hér um hil út það, sem Guðni. lék. Ef satt skal segja um Guðm., þá skilur liann hlutverk sitt, en brestur flostalt, sem þarf til að sýna það á leiksviði. Rómurinn óbrúkandi o. s. frv. Útg. 11) Hór er Þjóðólfur undantekning Útg. sér og „gefau þeim svo eitthvað i staðinn, auðvitað aðeins til að treina í þeim líftór- una, því annars gætu þeir ekki unnið og fylt út á vinnuveitendunum vömbina, þYÍ þeir þurfa að eiga gott og lifa Hflott“. Dæmi því til sönnunar, hverjuin aug- um vinnuveitendurlíta á verkamennina, má nefna, að í sumar fóru prentarar fram á, að takmarka lærlingatökuna, því af því stafar mesti voði fyrir sveinana, ef fylt er af iærlingum, en sveinum svo fleygt út á göt- una þegar minst sér. En hvað gera svo tveir aðal-prentvinnuveitendurnir hér i bæ ? Þeir láta ekki svo lítið að svara einu sinni! Þetta ætti vinnuveitendum ekki að haldast uppi, hverjir svo sem þeir eru, og er von- andi að þetta taki breytingu til batnaðar framvegis. Eins er þingið Eigi það að ákveða laun embættismanna, þá er spurt: hvað getur maðurinn komist af með og lifað sæmilega fyrir. En eigi þingið að á- kveða laun verkamanna (til dæmis við vegagerðir), þá er spurt: Hvað neyðast menn til að gefa kost á sér fyrir minst, meira er engin ástæða til að borga. Þessum hugsunarhætti þarf að breyta. Alþýðumenn, tökum höndum saman; ef vér gerum það, þá liöfum vér hina á valdi okkar. Ég læt nú hér staðar numið að sinni og týni ekki fleira til, þó margt mætti finna. Vonast ég til, að N. ísl. taki línu frá mér siðar, ef svo stendur á, að hent- ugt efni fellur til.

x

Nýja Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.