Nýja Ísland - 01.10.1904, Side 9

Nýja Ísland - 01.10.1904, Side 9
sér gegnum alla bókina. Vinsæld bókarinnar má af því marka, að á fáum árum hafa komið út undir 30 útgáfur á cnsku og auk þess befir hún verið þýdd á flestöll menningarmál heimsins Kaflinn, sem hér fer á cftir er tysingin, scm söguhetjan gefir áríð 2000 af þegnfélagsskipun samtiðamanna sinna 1889, með öðrum orðum þegnfélagsskipun vorra daga: Til þess að gefa mönnum ljósa hugmynd um hvernig lífl manna var háttað í þá daga (1889), einkum hver jöfnuður var á milli ríkra og fátækra mun bezt að líkja þegnfélagi þeirra tíma við stóreflis póst- vagn, sem með miklum erflðismunum var dreginn af meiri Jiluta mannfélagsins eftir bröttum sandvegi. Vagnstjórinn hét Sultur. Ekki var um vægð að tala af hans hendi enda þótt aksturinn gengi og yrði að ganga hægt og bítandi. Þrátt fyrir þá erflðismuni, sem þurfti að beita, til þess að ýta vagninum úr stað, þar eð vegur- inn var svo slæmur, sat eigi að síður fjöldi fólks uppi í vagninum, án þess því dytti í hug að stíga af, jafnvel ekki við snarbröttustu brekkurnar. Sætin uppi í vagninum voru einstaklega þægileg. Rykið af veginum kom þar hvergi nærri, og gátu þá vagnbúar í ró og næði notið náttúru- fegurðarinnar og gert sínar athugasemdir um þá, er aktygin báru og draga uiðu vagn- inn undir þeim. Auðvitað var mikið sózt eftir þessum sætum og barist um þau af mestu heift oggrimd. Var það aðal mark- mið allra að tryggja sér þessi sæti og sjá svo um, að eftir sig fengju börnin þau. Eftir akstursreglunum gat hver og einn látið þeim er hann vildi eftir sæti sitt. En oft nokkuð mistu menn sæti sín fyrir óhöpp og tílviljuQ. Sætin voru ekki seip fðstust þótt þægileg væru. Því var það, að í hvert sinn sem vagninn rakst eitthvað á, ef steinn var i götunni eða því um líkt, þá duttu margir af vagninum og voru þá þegar teknir og beitt fyrir hann. Auð- vitað gat ekki meira ólán að höndum borið, en að missa sæti sín á þennan hátt. Voru vagnbúar síhræddir um, að þetta kynni að henda sjálfa sig eða sína nánustu. Þessi ótti hvíldi á þeim eins og farg og dró úr ánægjunni. En hugsuðu þessir menn að eins um sjálfa sig? munu margir spyrja. Gátu þeir notið sinnar eigin vellíðunar, er þeir sáu vesældarkjör bræðra sinna og systra, er vagninn drógu? Leið þessu fólki ekki illa við meðvitundina um, að einmitt það sjálft átti þátt. í að gera þessum aumingja bræðrum sínnm og systrum hlassið, er forlögin höfðu á þau lagt að draga, þyngra. Sei, sei, jú, þeir sem sjálflr óku letu jafnaðarlega í ljósi meðaumkun sína, einkum ef torfæra varð á veginum — og torfærurnar voru margar — eða ef fara átti upp sérstaklega brattar brekkur, Enda var ömurleg sjón að sjá hvernig þessir aumingjar ryktu í taumana og engdust sundur og saman undir svipuslög- um hins grimma vagnstjóra, herra Sults, hvernig þeir voru traðkaðir undir og spark- að undir fótum. Þegar þetta kom fyrir heyrðust oft meðaumkvunaróp og hug- hreystingarorð til þeirra, sem í vagninum sátu. Reyndu þeir að hugga þessa vesa- linga með því, að í öðrum heimi myndu þeir hljóta umbun fyrir þjáningar sínar í þessum heimi. Sumir gáfu jafnvel dálít- ÍQö skerf til að kaupa smyrsli handa þeiin

x

Nýja Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.