Nýja Ísland - 01.01.1905, Síða 6
2
Magnús Benjamínsson úrsmiður
Matthías Matthíasson verzlunarstjóri
Ólafur Ólafsson prentari
Sigríður Jónsdóttir húsfrú
Sigurður Magnússon cand. theol.
Stefanía A. Guðmundsdóttir ungfrú
Steinunn Runólfsdóttir ungfrú
Þóra Sigurðardóttir ungfrú
Þorvarður Þorvarðsson prentari.
Flestallir þessir stofnendur höfðu við
ieiki fengist nieira og minna áður eða
unnið við leikina.
Á stofníundinum voru samþykt lög fyrir
félagið, og hafði þar til.valin nefnd samið
„frumvarp til Jaga“ fyrir það, er var sam-
þykt að mestu leyti óbreytt, með nokkr-
um viðaukum.
í stjórn félagsins voru því næst kosnir:
Formaður: Borvarður Þorvarðsson
Skrifari: Friðfinnur Guðjónsson
Gjaldkerí: Borgþór Jósefsson.
Seinna um veturinn voru samþyktar
„Reglur, sem gilda við æfingar og eins þegar
leikið er“. Sömuleiðis voru tekin ákvæði
um borgun til leikenda og ýmsra starfs-
manna félagsins við Jeikina.
Á aðalfundinum í Maí ’97 var stjórn sú
endurkosin, er á stofnfundinum var valin,
og leikstjóri (aðal-framkvæmdarstjóri við
leikina) Kristján Þorgrímsson. Leiðbeinari
(„Instruktor") fyrsta veturinn var revisor
Indriði Einarsson; en Halldór Jónsson banka-
gjaldkeri tókst á hendur það starf, að á-
kveða leikendum hlutverk („Roller") í leik-
ritunum. Eítir nokkur ár var því breytt, þann-
ig,aðleiðbeinariréði hlutverkaskipuninni; en
oftast nær varð þetta að vera að meira
eða minna leyti eftir samkomulagi við
leikendurna. Því meðan borgunin við leik-
ina var jafn lítil, og hún var fyrstu
árin, og menn léku meir sér til gamans
en í hagnaðar von, þá var ekki við að
búast, að leikendur gengju að því, að taka
við hverju því hlutverki, sem þeim var
fengið. Það var fyrst haustið 1903, er
félagið hafði fengið svo mikinn styrk, að
það sá sér fært að horga leikendum hér
um bil þrefalt. meira en fyrstu árin, að
leikendurnir gengu að því, að taka skilyrðis-
Jaust hvaða hlutverk, sem þeim yrði feng-
ið í hendur. En þetta var miklu þýðingar-
meira atriði, en margur hyggur, ef til vill;
því einmitt áósamkomulaginu um hlutverkin
strönduðu oft allar framkvæmdir félagsins
um skemmri eða Jengri tíma, og hafði oft
þvi nær ollað sundrungu þess. Það mun
varla ofsagt, að það hafl gert félagsstarfið
léttara um helming, þegar hægt varð að
boiga leikendum svo, að þeir vildu skuld-
binda sig t.il að taka skilyrðislaust þau
hlutverk, sem þeim væru fengin í hendur.
Frá stofnun félagsins til leikársloka 1904
hafa þessi rit verið leikin í Leikfélagi
Reykjavíkur:
Fyrsta leiltúr- (’OT-’OS).
Leiðbeinari (,,Instruktör“) Indriði revisor
Einarsson.
1. Ferða-æfintýrið, eftir A. L. Arncsen. (Lcikið
5 sinnum).
2. Æfintýrið i Rósenborgargarði, cftir J. L. Hci-
berg. (Lcikið 5 sinnum).
3. Trina i stofufangelsi,* cftir D. Hansen. (Loik-
in 1 sinni).
4. Aprílhlaup, eftir .T. L. Heibcrg. (Leikin 6
sinnum).
5. Sagt upp vistinni, eftir Oarl Mpller. (Lcikið
5 sinnum)
6. Æfintýri á gönguför,* eftir C. Hostrup. (Lcik-
ið 4 sinnum).
‘) merkir, að leikurinn haíi verið leikinn í Reykja-
vík af íslendingum áður en leikfélagið tók til starí'a.