Nýja Ísland - 01.01.1905, Qupperneq 12
í einu stökki oft hann dvó
af Arnarfelli’ að Stórasjó.
8
]?arfir menn.
Áður fyr var ekki neinn
illfengari’ en SkuggaSveinn,
hörku sýndi’ ’ann hreysti og þol, —
en hvað var hann hjá Stóra-Kol.
Undir dökkum hulinshjálm
hylur ’ann sig með beitta skálm,
grasafólki gerir mein;
Galdra-Þi úða sér hann ein.
Ekki’ er holt að fara’ um fjöll
fyrir þá, sem hræðast tröll,
hans er von á hverri leið,
í hverjum krók hann þylur seið.
Nú er tími að tygja sig
tröllum á að vinna svig,
og hvorki spara haus né bol
á horngrýtinu Stóra-Kol.
Björgum piltar bygðum iands,
búum oss í Hildar-dans,
hreysti sýnum, hug og þol,
herjum nú á Stóra-Kol.
Biýnum, dengjum beittan hjör,
á bogann leggjum hvassa ör,
byssur hlöðum, bregðum skálm,
brynjnm oss og tökum hjálm.
Göngum fram í geira þrá,
Galdra-Þrúðu heitum á,
dugi’ oss Jóka’ og Daníei,
djarfur Stefán berjist vel.
Ef vér hreinsum öræfln
alþing borgar kostnaðinn,
mót oss frægð og heiður hlær,
hver sinn mála goldinn fær.
Plausor.
II.
Saint Simon.
(Frh) yinur hans einn, af hærri stigum,
útvegaði honum nú ritarastöðu, þar sem
hann átti að fá um 700 kr. um árið fyrir
9 tíma vinnu á dag. Á næturnar vann
Saint Simon að ritstörfum. En að hálfu
ári liðnu var hann orðinn heilsulaus. Þá
var það, að maður nokkur, er áður hafði
verið í hans þjónustu, en var nú orðinn
efnaður, tók hann til sín, og þar hélt hann
áfram störfum sinurn í fjögur ár og ritaði
þá „Inngang vísinda-verka 19. aldarinnar."
En nú dó vinur hans og aftur stóð hann
uppi allslaus 1810. Þá ritar hann: „í
fjórtán daga hefl ég lifað upp á vatn og
brauð; eg hefl ekkert í ofninn oghefiorðið
að selja af mér fötin til að borga með
prentun á þvi, sem ég hefi skrifað." Hann
lifði óreglulega á ýmsan hátt, og olli það
því, að flestir sneru við honum baki. Hann
reynir að verja breytni sína og segir, að
nauðsyn sé á að lifa eins og hann gerir, fyrir
mann, er vilji byggja á reynslunni. Og
hann segir hiklaust: „Sjálfsvirðing mín
hefir vaxið að sama skapi, sem ég hefl
mist álit í almenningsaugum". í vand-
ræðum sínum sneri hann sór til ýmsra
gamallra vina sinna, en árangurslaust.
Hann tékk lítilsháttar styrk frá skyldmenn-
um sínum og gat þá gefið sig um hrið
við ritstörfum. En skrifar stöðugt til vina
sinna og biður um hjálp: „Ég er nær dauður
úr hungri!“ Það, sem hann ritar nú, er
bók, er hann kallar: „íhugun á vitsmun-
um mannsins". Eru það hugleiðingar,
bygðar á almennum viðburðum, í þeim
tilgangi að koma á fót nýrri fólags-skipun.
<Frh->-
Þessi tölublöð (I.—Q.) kosta 20 aura.
Utgefandi og ábyrgðarraaður:
ÞORV. ÞORVARÐSSON, prentari
Prentsm. Gutenberg.