Nýja Ísland - 01.10.1905, Blaðsíða 3
iSftíjja fSslattó.
Reykjavík, Okfóber. 1905.
7. blað.
II. árg.
^arfir menn.
ii.
Saint Simon.
(Framh.). Vér skulum setja sem svo,
að Frakkland snögglega misti flmtiu beztu
náttúrufræðinga sína, fimtíu beztu efna-
fræðingana, flmtíu beztu liffærafræðingana,
flmtíu beztu skáldin, flmtíu beztu málar-
ana, flmtíubeztu myndasmiðina,fimtíu beztu
tónsnillingana, flmtíu beztu bóklistamenn-
ina“ o. s. frv. (hann heldur áfram að telja
upp vélasmiði, byggingameistara, bakara,
bankamenn, bændur, iðnaðarmenn og alls
konar verkamenn, þá flmtiu beztu í hv.erri
grein, þar til er þeir til samans eru orðnir
þrjú þúsund). „Með því að þessir menn fram-
leiða það, er mestu varðar fyrir landið og
eru leiðtogaf þjóðarinnar í nýtustu verk-
um lista og vísinda, sem og iðnaði, þá eru
þeir í sannleika kjarninn í hinu franska
þjóðfélagi. Það eru þeir, sem gera Frakk-
landi mestan sóma og styðja bezt að menn-
ingu þess og hamingju. Missir þeirra mundi
gera þjóðina að sálarlausum líkama. Það
mundi þurfa að minsta kosti líf heils ætt-
liðar til að bæta þvílíkt tjón.
En hugsum oss aftur á móti, að Frakk-
land héldi öllum ágætismönnum sinum í
vísindum, listum og iðnaði, en yrði fyrir
því slysi einn góðan veðurdag að missa
Ilina konunglegu Tign bróður konungsins,
Ilinn háæruverðuga Iiertoga af Angouléme,
Hinn háæruverðuga Hertoga af Berry, Hinn
háæruverðuga Hertoga af Orléans, Hinn há-
æruverðuga Hertoga af Bourbon, Hennar
Tign Hertogainnuna af Berry, Hennar Tign
Hertogainnuna af Bourbon, Hennar Náð
Jungfrúna af Condé; hugsum oss ennfremur,
að þjóðin samtimis misti stórofficera krón-
unnar, alla ráðgjafana, hirðmarskálkana,
kammerherrana, veiðijunkarana, kardínál-
ana, erkibiskupana, biskupana, aðstoðar-
presta og dómherra, alla ráðsmenn og und-
irtyllu-ráðsmenn, alla stjórnardeilda-embætt-
ismenn, alla dómara, sem og tíu þúsund auð-
ugustu stóreignamenn, alls 30,000 manns.
Þetta slys mundi áreiðanlega hryggja Frakka,
því að þeir eru hjartagóðir rnenn og mundu
ekki láta sér standa á sama um að horfa
upp á svona mai ga landa sína hverfa snögg-
lega. En missir þessara 30,000 manna,
sein álitnir eru hinir ágætustu menn í rík-
inu, mundi þó að eins valda sorg, af því menn
eru tilflnningasamir, en ríkinu mundi hann
ekki valda neinu tjóni.
Hin auðu sæti mundu auðveldlega verða
fylt. Margir eru þeir á meðal Frakka, sem
gætu tekist á hendur stöðu bróður konungs-
ins, eins og hans sjálfs. Margir eru færir
um að vera prinz, einnig Hans Tign Her-
toginn af Angouiéme, Ilans Tign ITertoginn