Nýja Ísland - 01.10.1905, Page 7

Nýja Ísland - 01.10.1905, Page 7
NÝJA ÍSLAND. 11 stundu hafði hún rctt sig við, og brosti nú framan í sessunaut sinn, eins og ekkert væri. Með hjartslætti lagðist ég til livíldar þessa nótt. Eg var ruglaður í höfðinu, mér virtist blóm, ljós og berar herðar iða flughart fram hjá mér. Eg hað í hjarta mínu Helenu fyrir- gefningar á því, að ég hafði gleymt henni svo gersamlega þenna dag. En gat ég að því gert? Hún hét Agnes — þess mintist ég rétt i því er ég sofnaði. V. Hún hét Agnes. ' IMeð þessari lnigsun vaknaði ég næsta morgun. Eg þaut upp úr rúminu og settist hálfklæddur við skrifhorðið til þess að skrifa Helenu og hiðja liana afsökunar. Eg lýsti fyrir henni viðhöfninni í veizl- unni kveldið áður, skrautinu í sölunum kveldverðinum og yíir höl'uð öllu, sem mig rak minni til. Iíitt gat ég þó ekki um, og það var Agnes. Þegar ég ætl- aði að skrifa eitthvað um hana, þá varð hönd mín aflvana. Eg liafði heldur enga ástæðu lil þess að hryggja hana, vesalinginn, sem unni mér svo lieitt og liafði orðið að þola svo margt andstrevmi þann langa tíma, sem hún hafði selið í festum. Sá tími liafði verið sannur reynslulími fyrir mig og enn meir fyrir liana. Nýsloppinn lir skóla liafði ég trúlofast henni, var hún þá barnung og enn á stuttkjól og liárfléttan ekki lcngri en rottuskott, en þó verð ég að segja það, að torvclt var að finna stúlku á hennar reki, er jafnaðist á við hana að fegurð. Eg hafði kvatt listamannsdrauma þá, er ég hafði alið í hrjósti mér frá barn- æsku, til þess að geta haft ofan af fyrir mér; ég valdi því embættisveginn, en ég var svo óhygginn að hngsa ekki um það, að þjónusta ríkisins krefst lengri dvalar í forgarðinum en listin áður en dyrnar að liinu allra-lielgasta opnast. Nú voru liðin tíu ár og enn höfðu vonir okkar ekki rætzt. Sakir þess, að Helena var fátæk og umkomulaus, varð hún að hafa ofan af fyrir sér með kenslu, og þótti mér mikið fyrir því. I hréfum sinum lét hún sem hún væri glöð og vongóð, en því miður fann ég þó oft milli linanna \'ott um tár. Og ég, vesalingur, gat ekki hjálpað lienni; ég var sjálfur neyddur til að lifa á foreldrum minum, þó að ég yrði ]>ess var, live örðugt þeim veittist að ala önn fvrir mér; en jafnan jukust þarfir mínar því nær sem ég færðist þrítugu. Einu sinni á hverju sumri, í orlofi mínu, liitti ég Helenu. Mér virtist liún verða fegurri eftir því sein árin liðu fram, en það var þó einmitt þessi fegurð hennar, sem gerði mig óró- saman; það var sú fegurð, er stafár af þjáningum. Augu hennar, sem fyrr- um höfðu verið djarfmannleg, voru nú orðin þunglyndisleg og hláir baugar kringum þau; rósirnar á kinnum lienn- ar voru að hverfa, en í þeirra stað færð- ist í kinnar hennar þessi gagnsæi fölvi, sem einkennir brjóstveika menn, Rödd-

x

Nýja Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.