Nýja Ísland - 01.10.1905, Page 9

Nýja Ísland - 01.10.1905, Page 9
NÝJA ÍSLAND. 35 Þá klæðast allir í skart og skrúð og skemta sér og jeta’ og drekka, þá verður dansað í Bárubúð en Bifröst hlær svo fær hún ekka. Þá stnndar enginn afla neinn úr sjó og enginn heyjar þá né tek’r upp mó. Alt verður bull annað en gull sem fágar íslands fljóð og rekka. Plausor. Glug’gasýningin. Hún byrjaði á síðastliðuum vetri, og er því mál til komið að fara að lýsa lienni. Þegar Tliorsteinsson í Ingólfshvoli kom úr siglingunni síðast, þá kom hann með heilmikið af kínversku glingri, sem liann breiddi út til sýnis í stóru gluggana, og hann sagði: »komið allir og sjáið og kaupið, það sem aldrei hefir sést fyr á þessu landi«, og öll blöðin með »sann- söglina« í broddi fylkingar, eins og vera ber, sögðu: »farið inn í Hvolinn, sjáið og kaupið kínverska muni. *— En eflir á að hyggja, kannske mig misminni og að þelta liafi verið japanskir munir, en það kemur í sama stað niður, munirn- ir eru, hvort sem er, ekki svo forfram- aðir, að hafa nokkurn tíma komið lil Kína eða Japan. Þessa óþolandi sam- keppni gat Thomsen auðvitað eigi vitað; hann er þýzltur konsúll, og kann því þýzku og sagði: »so ein ding muss ich aucli haben«, og hann er sjaldan lengi að luigsa sig um. Á svipstundu voru komnar kínverskar eða japanskar vör- ur úl i Magasínsgluggana, XIX. deild; gengið í gegn um nýlendubúðina, inn í tóbaksbúðina, þaðan inn í bvitu búðina og svo út; jú, þetta skeði með svo fljótri svipan, að Thomsen lilýtur að liafa fundið upp einliverja nýja liraðlest frá Kína eða Japan, sem lionum er vel trú- andi til. En nú kemur Edinborg til sögunnar. Ásgeir var þá að láta ljúka við slóru búðina, með stóru gluggunum, sem auð- vitað álli að fylla með alls konar stássi; liann gerði sér þá bægt fyrir; brá sér út fyrir pollinn og kom aftur, færandi ekki einungis nógar vörur í gluggana, pell og purpura, og glæsilegar myndir af fögrum lljóðum í sama búningi og Eva sáluga var ldædd í, meðan hún var í Paradís, heldur kom hann með mann, sem Jón lærði kallar »Windowdresser«, scm oss skilst, að muni vera það sama og að kunna að brjóta kjólatauin svo saman í gluggunum, að þau taki sig sem bezt út, og því geti lokkað allar Evudætur til að kaupa þær einmitt þar. Einnig kom Ásgeir við sama tækifæri með enska stúlku, sem átti að kenna innlendum búðarslúlkum lcurteisi við kaupendur, og þótti það vel ráðið, .en ekki þótli hún að því skapi auka feg- urðina í búðinni, eða þess verð, að út- stilla hana í gluggana, við liliðina á gyðjumyndunum. Eftir þetta kom upp fullkomið sýn- ingaræði i Reykjavik, þó ekki væri mönnum alment vel við sýningar, sízt skrælingjasýninguna, og er ómögulegt að lýsa þeim öllum; en margir bafa sagt við mig, að fallegust af öllu væri þó sýn- ingin bjá Gunnari Þorbjörnssyni. Þá sýningu hefi cg rækilegast »stúderað« og er því sízt að neita, að fögur er hún

x

Nýja Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.