Nýja Ísland - 01.01.1906, Síða 3
cTTýJa tSslanó.
III. árg.
Reykjavík, Janúar. 1906.
Eflir U. P. Overby.
Sko roðann i austri! — hann brýtur sér braut!
Fram bræður! — f*að dagar nú senn!
Þeir hæða vorn rétt til að risa frá praut,
vorn rétt til að lifa’ eins og menn.
Þeir skamta’ okkur frelsi, þeir skamta’ okkur brauð.
— Hvað skóp peirra drotnandi auð?
Á herðar oss ok fyrir öldum var lagt;
— pað ok hefir lamað vort fjör.
En vér erum fjöldinn, pvi sé pað nú sagt:
vér sverjum að rétta vor kjör.
Og vaknið nú, bræður, til varnar i nauð.
- Vor vinna — hún skóp peirra auð.
Við arfgengu réttindin, okur og rán
peir ólu upp kyn eftir kyn.
Hver kynslóð sökk dýpra og dýpra i smán
og dýpra i lesti en hin.
Sko : veisluglaum parna — hér veinað um brauð.
— Vor vinna — hún skóp peirra auð.
Á heimilum vorum er hungur og sorg,
fólk horað og nakið og kalt.
í auðmannsins gluggum, sem glitra við torg,
er glóbjart og skínandi alt.
En hatrið skal vaxa með vaxandi nauð !
— Vor vinna — hún skóp peirra auð.
Vér lífum i ánauð og eigum ei völ
á öðru en prældómi hér.
I. blað.
Og prestarnir hóta svo hegnandi kvöl
i helvítis brennisteins-hver.
En bugum pá harðstjórn, sem hnepti’ oss í nauð,
oj> heimtum vort daglega brauð.
Til grunna skal bráðlega hrynja sú höll,
sem hrófaði upp gullkálfsins pý.
Nú hönd pina, bróðir! — pvi heimssagan öll
skal héðan af byrja sem ný.
Vér vöknum i eining til varnar gegn nauð,
og vinnan skal gefa’ okkur brauð.
Jólaskemtanir.
»Nú Héðinn litlicc, sagði skáldið Plau-
sor við mig, þegar hann kom að sækja
greinina um jólabazarana, sem eg hafði
lofað, »hvaða bazar þótti þér svo fal-
legastur?« »Eg veit það ekki, því eg
liefi engan þeirra séð«, svaraði eg. Plau-
sor varð eins forviða, og danskir her-
menn verða, þegar þeir heyra hann
tromma á undan upphoðum, svo eg
vildi spara honum íleiri spurningar og
hélt því áfram. »Nei, skoðaðu til, strax
með byrjun jólaföstu, fór eg að lita eft-
ir þessum bözurum, en eg varð lengi
einkis var, en smátt og smátt fór eg að
laka eftir því, að það fór að þynnast
í búðargluggunum, og að dótið, sem í
þeim hal'ði verið, var flutt út i pakkhús