Sumarliljan - 01.06.1919, Side 4

Sumarliljan - 01.06.1919, Side 4
2 SUMARLÍLJAN. Suraar. Veturinn er á förum. Sumarsólin brosir móti fannskrýddum bygðum. Sumar! Sumar! Pað eru fá orð sem gleðja mannshjartað jatninnilega sem það. Að eiga von á fagurgræn- um fjallahlíðum, blómskreyttum völl- um, drynjandi fossanið, ljúfmildum lækjahlátri, margrödduðum fuglasöng, — nýju fjöri, nýju Iífi. Tilhlökkunin er mikilfengleg þegar náttúran leysist úr vetrardvalanum, og færist í græna kyrtilinn, ólgar öll af fjöri og framtíðarvonum, eins og æskublóðið í fjörmiklum unglingi. Sumarið er gengið í garð, með hvíta feldinn, skilnaðargjöf frá vetri. Starfsþrá og kraftur glæðist í hverj- um hug. Tilveran finnur að nú dugar eigi að sofa. — — Vakna! vakna! Hrista af sér drungafjötra vetrarins, breiða faðminn móti sumarhlýjum vonagróðri. Veturinn herðir lífsaflið og starfskraftinn, en leggur það þó í fjötra. Sumarið leysir það úr þeim læðingi, og gjörir óljósar þrár og hugmyndir, er f dvala hafa legið, að veruleika. Sumarið er komið! Pað heilsar eyjunni okkar kæru,»yst á Ránarslóð- um,« með ljúfum sólarkossi. Kyssir á fannhvíta jökulskallana og brosir hlýlega mót mjallarfeldinum. Það streymirylur um Fjallkonuna. Oghún bíður með eftirvæntingu og óþreyju þeirrar stundar, er hún megi varpa af sér hvíta hjúpnum og skrýðast sumarbúningnum græna, blómskreytta. Og aldan hlær við fætur hennar og skvaldrar um framtíðina. Nú er þörf að »vakna og vinna.« Sumarið boðar okkur komu sæluríkra sólardaga, skemtilegra útiferða í blíð- viðrum þess, undir heiðbláu himin- hvolfinu, frjálsra stunda, þar sem maður getur teigað unaðsbikar nátt- úrunnar í góðum félagsskap. Pað hef- ir verið svo margt sem eigi hefir verið hægt að leggja stund á vegna fjötra þeirra, er veturinn hefir lagt á okkur. En nú er starfstíminn kominn. Við megum eigi láta hann líða í aðgjörða- leysi. Og foreldrarnir verða að hvetja drengina sína til að taka þátt í heil- næmu og skemtilegu félagslífi, með lifandi áhuga. Sumarið kallar: Vaknið! vaknið! og látið eigi líðandi stundina hverfa frá ykkur án þess að hafa notað hana á réttan hátt. Nóg er að vinna. Við verðum að fagna hverri stund, gleð- jast á henni, og vinna okkur sjáifum og öðrum eitthvað til heilla. Qrípum tækifærin Skátar! — Við sem altaf eigum að vera viðbúnir. Uin Skátahreyfinguna. Pó talið sé að Seaton hafi fyrstur stofnað Skátaregluna þá má samt álíta að Sir Baden Powell eigi fyrstu tildrögin eins og eftirfarandi saga bendir til. Pegar Englendingar og Búar átt- ust við, tókst Búum eitt sinn að um-

x

Sumarliljan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumarliljan
https://timarit.is/publication/537

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.