Sumarliljan - 01.06.1919, Síða 7

Sumarliljan - 01.06.1919, Síða 7
SUM ARLILJAN. 5 sé nú hljóðpípa sem hægt er að blása í.c Hann blés varlega í hana og und- urfagrir tónar liðu út í geiminn. í sama bili stóð hjá honum ofurlítill dvergur, svo sem 10 þumlungar. Hann tók ofan skringilegu, rauð- röndóttu skotthúfuna og hneigði sig djúpt. »Náðugi, ungi herra, eg er kom- inn til að biðja þig um dálitinn hlut, sem mér er fyrir afarmiklu að fá.c Tuma líkaði nafnbótin vel og svar- aði því vingjarnlega: »Segðu mér hvað það er, sem þig langar til að eignast,v svo eg viti. hvort eg get látið þig fá það.c »Rað er hljóðpípan mín, sem þú fanst áðan. Mér þætti ofurvænt um að fá hana aftur.c »Æi, — eg ætlaði einmitt að gefa henni mömmu hana,c sagði Tumi. »Hún gæti fest hana á úrkeðjuna sína. Eg er viss um að henni mundi þykja svo vænt um það, hlóðpípan er svo falleg.c Dvergurinn varð svo hnugginn á svipinn, að Tumi fór að kenna í brjósti um hann. — En hann langaði svo mikið til að gefa mömmu sinni hljóðpípuna. Það var eins og dverg- urinn hefði lesið hugsanir Tuma. »Eg ætlast ekki til að fá hana fyr- ir ekkert,« sagði hann. »Eg skal veita þér eina ósk í staðinn. En hljóð- pípuna mína niá eg til að fá.« »Af hverju viltu endilega fá hana?« spurði Tumi ærið forvitinn. Eg hefi séð margar silfurhljóðpípur langt um fallegri en þessa, þó hún hafi falleg hljóð. »Við dvergarnir höfum svo margt að gjöra. Eitt af því er að vekja fuglana á morgnana. Rú heldur ef til vill að þeir opni augun strax og sólin kemur upp og skín á þá, en því fer fjarri. Þeir myndu sofa allan daginn ef viðblésum ekkií hljóð- pípurnar okkar.« »Nei, þetta vissi eg ekki fyr!« hróp- aði Tumi forviða. »Vekur þú nokkra sérstaka fugla, dvergur litli?«^ »Ojá, eg vek Iævirkjana, en í dag hafa þeir steinsofið allir í hreið- unum, af því að eg fann hvergi hljóðpípuna mína.» »Þú skalt fá hana snemma í fyrra- málið,« sagði Tumi ákafur, »en þ verður þá að lofa mér að sjá þeg- ar þú vekur lævirkjana.« »Já það skal eg gjarnan gjöra ef þú kemur hingað klukkan 5 í fyrra- málið, og þá skal eg líka uppfylla einhverja eina ósk fyrir þig. En þú mátt ekki segja nokkrum manni frá því að þú hafir séð mig eða ætlir að hitta mig.« Tumi lofaði því. í sama bili hvarf dvergurinn. Allan daginn var Tumi að hugsa um þetta leyndarmál sitt. Honum fanst það svo skrítið að allir lævirkj- arnir skyldu sofa í hreiðrunum, af því að hann hafði ofur litla silfur- hljóðpípu 1 vasanum. Morguninn eftir vaknaði Tumi þeg- ar klukkuna vantaði fjórðung í 5. Hann mundi óðar eftir því að hann

x

Sumarliljan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumarliljan
https://timarit.is/publication/537

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.