Sumarliljan - 01.06.1919, Side 8

Sumarliljan - 01.06.1919, Side 8
6 SUMARLILJAN. átti að hitta dverginn. Að nokkrum mínútum liðnum var hann kominn í fötin. Hann gekk út að gluggan- um og stökk niður í garðinn. Á mínútunni klukkan 5 stóð hann á grasblettinum þar sem hann hafði fundið hljóðpípuna. Hann blés of- urveikt í hana og í sama bili stóð dvergurinn hjá honum. »Góðan morgun,* sagði litli mað- urinn. »Segðu mér hvers þú óskar í skiftum fyrir hljóðpípuna?« »Heldurðu að þú getir gefið mér einhvern töfragrip, svo eg geti lært námsgreinarnar mínar fljótt og vel svo eg hryggi ekki hana mömmu og sé sjálfum mér til leiðinda?« »Jú, jú, ekki held eg að það sé nú mikill vandi,« sagði dvergurinn og rétti Tuma ofurlitla dúnfjöður. »Ef þú berð þessa fjöður í hárinu mun þér ganga eins vel að læra þyngstu námsgreinarnar eins og AB C, og þegar þú ert orðinn stór, muntu verða duglegur og nýtur maður, svo mamma þín mun verða stolt af þér.« Tumi fékk dvergnum hljópípuna, sem tók við henni og blés snjalt í hana. Unaðsfagrir tónar ómuðu út um geiminn, og Tumi sá lævirkjana í stórum hópum þjóta upp úr hreiðr- unum og hefja sig til flugs. Þegar hann leit aftur niður á jörðina var dvergnrinn horfinn. Dvergurinn hafði eigi narrað Tuma. Upp frá þessum degi tók hann afar- miklum framförum. Og hvernig sem mamma hans spurði hann, hér og þar úr bókunum, rak hann aldrei f vörðurnar, en svaraði fljótt og vel. Tumi varð mikill maður og for- eldrar hans stórhreiknir af honum, og það átti hann alt gjöf dvergsins að þakka. Á hverjum morgni fór Tumi snemma á fætur til að heyra lævirkjana syngja, en aldrei sá hann framar litla dverginn, né fann aðra silfur-hljóðpípu. (Lauslega þýtt.) Aths. Æfintýri þetta er ætlað yngstu les- endum »Sumarliljunnar,« og ættu þeir að geta lært af því: að kosti maður kapps um að geðjast for- eldrum sínum og vinna að því, sem manni sjálfum getur orðið að notum, þá er það gæfuvegur og stærsta sporið í áttina til að verða mikill maður, — þó maður eigi enga töfrafjöður, þá getur maður það ef maður vilt, — þá töfrafjöð- ur þurfum við allir að eiga. Þýð. íþrótt íþróttanna. Svo hefir sundið verið kallað, og er það réttnefni. Hún er án efa ein hin fegursta íþróttin. Alt frá ómuna- tíð hefir hún verið iðkuð og ætíð þótt Ijós vottur karlmensku og frækni. í fornsögum vorum sjáum vér, að forfeður vorir hafa haft dálæti mik- ið á henni og stunduðu hana mjög. Eriginn gat talist vera, »öllum listum búinn,« utan væri hann góður sund- maður. Og vér sjáum, að þá er taldar eru íþróttir frægustu söguhetja

x

Sumarliljan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumarliljan
https://timarit.is/publication/537

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.