Sumarliljan - 01.06.1919, Side 11
SUMARLILJ AN. 9
.................................
og dansleiki, dökkhærður liðsforingi
kryddaði þetta umtalsefni með háðs-
glósum og fyndni, einn sagði ljóta
hryðjusögu o. s. frv. Gamli fána-
berinn lét brún síga. En það hugg-
aði hann þó, að ofurstinn var all-
svipþungur og tók eigi þátt í þess-
um samræðum. — Og þetta var i
salnum þar sem þeir geymdu fánann,
hinn blóðstorkna helgidóm. Fáninn
hékk yfir sæti ofurstans. Undirhon-
um höfðu þeir fallið O’Raurke,
Donlau og O’Honlaus. Hann hafði
blaktað I Alexandríu við Tel el
Kebir..............— — —
— Herbergið var autt og mann-
laust þegar hann hrökk upp af minn-
ingasvefni sínum. Hann gekk að
fánanum. Hann stóð kyr og horfði
á hann með tilbeiðslu. Alt í einu
fekk ólgandi reiði yfirhönd yfir hon-
um. Hann tók fánann ofan. Hann
skyldi ekki hanga þar sem enginn
sýndi honum virðingu. Hann skyldi
taka h*nn og fara með hann. Hann
skyldi heiðra hann til síðustu stund-
ar; þar til hann mætti aftur hetjun-
um, er höfðu elskað hverja felling
á honum og látið lífið fyrir hann.
Með skjálfandi hendi þrýsti hann
fánanum að hjarta sér og læddist
með hann út í myrkrið. —
Dyravörður sá, er hafði neitað hon-
um inngöngu, vísaði ofurstanum á
slóð hans — til allrar hamingju fyr-
ir herfylkið! - Þeir fundu hann í
^itlum eyðikofa skamt frá bænum.
Snaresforth, yngsti foringinn, hafði
tekið með sér hlaðna marghleypu,
og Elton, aðstoðarforingi, staf með
járnhnúð ávendanum.
»Eg vona að hann sýni enga mót-
spyrnu,« maplti Elton og veifaði stafn-
um.
»Hann hefði átt að láta þetta bíða
til morguns; það er hart að þurfa
að elta hann í þreifandi myrkri,«
tautaði annar ergilegur.
»Pögn!« skipaði ofurstinn. »Ann-
ars getur hann sloppið.* Peir um-
kringdu nú kofann. Ofurstinn gekk
að glugganum og gægðist inn. Hann
starði undrandi á það, er honum
bar fyrir sjónir. öldungur í hðrmu-
legum fataræflum kraup á knám fyr-
ir framan garala tötralega fánann, í
þögulli tilbeiðslu. Ofurstinn gekk
að dyrunum, en undirforinginn í á-
kafa sínum varð fljótari. Hann spark-
aði opna hurðina og ruddist inn
með skammbyssuna á lofti. — »Upp
með hendurnar. þjófur!« hrópaði
hann. Gamli fánaberinn stóð upp
og breiddi ut armana eins og hann
ætlaði að verja fánann.
»Burt með skammbyssuna!* hróp-
aði ofurstinn til Snaresforth. Svo
sneri hann sér að gamla manninuin:
»Hversvegna stáluð þér fánanum?«
Varir O’Callaghans skulfu.
»Af því eg elska hann.« Undir-
foringinn yfti öxlum og tautaði eitt-
hvað háðslega. O’Callaghan leit
á hann. Undirforinginn þagnaði, og
það var eitthvað í augnaráði gamla
fánabérans, sem kom honum til að
roðna. O’Callaghan greip um fán-